Subaru WRX STI slær eigið met á Isle of Man hringnum Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2014 11:30 Mark Higgins við Subaru WRX bíl sinn á eyjunni Mön. Bílaáhugafólk þekkir flest hina alræmdu Nordschleife kappakstursbraut í Þýskalandi en færri þekkja Isle of Man hringinn á eyjunni Mön enda er sú braut einungis notuð einu sinni á ári þegar venjulegum sveitavegum er lokað fyrir allsherjar kappakstur mótorhjóla og mótorhjóla með hliðarvögnum. Bílar eru hinsvegar sjaldséðir á brautinni. Subaru ruddi hinsvegar nýja braut og á dögunum fór Subaru til eyjarinnar með Subaru WRX STI í Ameríkuútgáfu til eyjarinnar og reyndi að slá fyrra met sitt frá 2011. Metið er jafnframt hraðamet á hringnum fyrir framleiðslubíl. Hringurinn á Mön er gríðarlega krefjandi. Ekið er á venjulegum sveitavegum, í gegnum þorp og yfir heiðar á hring sem er næstum því 60 kílómetra langur. Meðalhraðinn er langt yfir 160 km/klst þar sem ýmiskonar hættulegar hindranir verða á vegi ökumannsins; stökk, krappar beygjur og steinveggir eru víða auk þess sem áhorfendur standa víða við „brautina“. Að þessu sinni ók Mark Higgins bílnum og náði hann að bæta metið með því að aka þessa tæpu 60 kílómetra á 19 mínútum og 15 sekúndum með meðalhraðann 188 km/klst. Fyrra met Marks var 19 mínútur og 37 sekúndur og í þeirri ferð var Mark næstum því búinn að missa bílinn þegar ekið var á milli tveggja steinhleðslna. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent
Bílaáhugafólk þekkir flest hina alræmdu Nordschleife kappakstursbraut í Þýskalandi en færri þekkja Isle of Man hringinn á eyjunni Mön enda er sú braut einungis notuð einu sinni á ári þegar venjulegum sveitavegum er lokað fyrir allsherjar kappakstur mótorhjóla og mótorhjóla með hliðarvögnum. Bílar eru hinsvegar sjaldséðir á brautinni. Subaru ruddi hinsvegar nýja braut og á dögunum fór Subaru til eyjarinnar með Subaru WRX STI í Ameríkuútgáfu til eyjarinnar og reyndi að slá fyrra met sitt frá 2011. Metið er jafnframt hraðamet á hringnum fyrir framleiðslubíl. Hringurinn á Mön er gríðarlega krefjandi. Ekið er á venjulegum sveitavegum, í gegnum þorp og yfir heiðar á hring sem er næstum því 60 kílómetra langur. Meðalhraðinn er langt yfir 160 km/klst þar sem ýmiskonar hættulegar hindranir verða á vegi ökumannsins; stökk, krappar beygjur og steinveggir eru víða auk þess sem áhorfendur standa víða við „brautina“. Að þessu sinni ók Mark Higgins bílnum og náði hann að bæta metið með því að aka þessa tæpu 60 kílómetra á 19 mínútum og 15 sekúndum með meðalhraðann 188 km/klst. Fyrra met Marks var 19 mínútur og 37 sekúndur og í þeirri ferð var Mark næstum því búinn að missa bílinn þegar ekið var á milli tveggja steinhleðslna.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent