Seat „Allroad“ Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2014 08:45 Seat Leon Experience er enn ein útgáfa „Allroad“ bíla Volkswagen stórfjölskyldunnar. Þessi nýi bíll frá spænska bílaframleiðandanum Seat sver sig svo sannarlega í ætt við nokkra bíla sem einnig tilheyra hinni stóru Volkswagen bílafjölskyldu. Fyrst mætti nefna Audi Allroad, en einnig Skoda Octavia Allroad eða Volkswagen Passat Alltrack. Allir eiga það sameiginlegt að vera upphækkaðar útfærslur á vinsælum langbökum fyrirtækjanna og eiga þeir að geta glímt betur við ófærur en venjulegur Audi A4, Audi A6, Skoda Octavia eða Volkswagen Passat. Þessi bíll er smíðaður uppúr Seat Leon ST langbaknum og er með sama undirvagn, nema að því leiti að hann er fjórhjóladrifinn, upphækkaður og með rafrænu læstu drifi. Útlitið er líka kraftalegra með stærri brettaköntum og plashlífum að framan og aftan. Að innan er bíllinn svo til eins og Seat Leon ST langbakurinn. Vélarkostirnir eru 1,8 lítra og 178 hestafla bensínvél, 1,6 lítra og 108 hestafla dísilvél eða 2,0 lítra 148 eða 181 hestafla dísilvél. Öflugri gerð dísilvélarinnar kemur honum í 100 km hraða á 7,1 sekúndu og 225 km hámarkshraða. Þessi nýi bíll Seat hefur fengið nafnið X-Perience og er full ástæða til að setja meira út á nafnið en útlit bílsins. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent
Þessi nýi bíll frá spænska bílaframleiðandanum Seat sver sig svo sannarlega í ætt við nokkra bíla sem einnig tilheyra hinni stóru Volkswagen bílafjölskyldu. Fyrst mætti nefna Audi Allroad, en einnig Skoda Octavia Allroad eða Volkswagen Passat Alltrack. Allir eiga það sameiginlegt að vera upphækkaðar útfærslur á vinsælum langbökum fyrirtækjanna og eiga þeir að geta glímt betur við ófærur en venjulegur Audi A4, Audi A6, Skoda Octavia eða Volkswagen Passat. Þessi bíll er smíðaður uppúr Seat Leon ST langbaknum og er með sama undirvagn, nema að því leiti að hann er fjórhjóladrifinn, upphækkaður og með rafrænu læstu drifi. Útlitið er líka kraftalegra með stærri brettaköntum og plashlífum að framan og aftan. Að innan er bíllinn svo til eins og Seat Leon ST langbakurinn. Vélarkostirnir eru 1,8 lítra og 178 hestafla bensínvél, 1,6 lítra og 108 hestafla dísilvél eða 2,0 lítra 148 eða 181 hestafla dísilvél. Öflugri gerð dísilvélarinnar kemur honum í 100 km hraða á 7,1 sekúndu og 225 km hámarkshraða. Þessi nýi bíll Seat hefur fengið nafnið X-Perience og er full ástæða til að setja meira út á nafnið en útlit bílsins.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent