Forstjóri Nissan með 1.515 milljónir í laun Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2014 13:30 Carlos Ghosn forstjóri Renault-Nissan. Carlos Ghosn, forstjóri Nissan og Renault fékk 1.515 milljón króna í laun á síðasta uppgjörsári sem lauk 31. mars síðastliðinn. Hann fékk 10 milljónir bandaríkjadala frá Nissan og 3,13 milljónir dala frá Renault. Hann er fyrir vikið hæst launaði forstjóri japanskra bílaframleiðenda og er með fjórföld laun forstjóra Toyota þrátt fyrir að hagnaður Toyota hafi verið fimm sinnum meiri á uppgjörsárinu. Carlos Ghosn hefur verið með hæstu laun forstjóra japanskra bílaframleiðenda í þrjú af síðastu fjórum árum. Það vekur upp spurningar af hverju Ghosn er enn svo hátt launaður í ljósi þess að hagnaður Nissan jókst minnst allra japanskra bílaframeiðenda á síðasta ári, eða aðeins um 0,7%. Þrátt fyrir að Ghosn sé með há laun eru kollegar hans í Evrópu og Bandaríkjunum margir hverjir með hærri laun. Alan Mulally forstjóri Ford var með 2.620 milljónir í laun í fyrra og Mary Barra forstjóri GM var með 1.640 milljónir króna. Martin Winterkorn forstjóri Volkswagen var með 2.280 milljónir, en Dieter Zetsche forstjóri Mercedes Benz 1.250 milljónir króna. Allir eiga því þessir forstjórar fyrir salti í grautinn, þó talsvert muni á þeim. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent
Carlos Ghosn, forstjóri Nissan og Renault fékk 1.515 milljón króna í laun á síðasta uppgjörsári sem lauk 31. mars síðastliðinn. Hann fékk 10 milljónir bandaríkjadala frá Nissan og 3,13 milljónir dala frá Renault. Hann er fyrir vikið hæst launaði forstjóri japanskra bílaframleiðenda og er með fjórföld laun forstjóra Toyota þrátt fyrir að hagnaður Toyota hafi verið fimm sinnum meiri á uppgjörsárinu. Carlos Ghosn hefur verið með hæstu laun forstjóra japanskra bílaframleiðenda í þrjú af síðastu fjórum árum. Það vekur upp spurningar af hverju Ghosn er enn svo hátt launaður í ljósi þess að hagnaður Nissan jókst minnst allra japanskra bílaframeiðenda á síðasta ári, eða aðeins um 0,7%. Þrátt fyrir að Ghosn sé með há laun eru kollegar hans í Evrópu og Bandaríkjunum margir hverjir með hærri laun. Alan Mulally forstjóri Ford var með 2.620 milljónir í laun í fyrra og Mary Barra forstjóri GM var með 1.640 milljónir króna. Martin Winterkorn forstjóri Volkswagen var með 2.280 milljónir, en Dieter Zetsche forstjóri Mercedes Benz 1.250 milljónir króna. Allir eiga því þessir forstjórar fyrir salti í grautinn, þó talsvert muni á þeim.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent