6 milljón mengandi bílar af götunum í Kína Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2014 11:45 Ekki veitir af að stemma stigu við mengun eins og hér sést. Í Kína eru nú hafið það verkefni á vegum ríkisins að taka úr umferð 6 milljónir bíla af gömlum bílum sem menga mikið. Er þetta átak til að stemma stigu við þeirri miklu mengun sem er í mörgum borgum Kína. Rannsóknir í Kína hafa sýnt að um 31% af mengun í Peking er af völdum bíla. Á þessu ári stendur til að taka eina 300.000 bíla úr umferð bara í Peking, en á næsta ári á að gera enn betur og taka um 6 milljónir bíla á öðrum svæðum þar sem mengun er einnig mikil. Ekki fylgir sögunni hvernig þessu er hrint í framkvæmd. Hvort þessir bíleigendur fái eingreiðslu frá ríkinu, sem dæmi er um áður, ef endurnýjað er í nýjan bíl eða þeim gamla fargað, er ekki ljóst. Þessi fækkun mengandi bíla er liður í tveggja ára áætlun í Kína þar sem stefnt er að orkusparnaði, minnkun losunar eiturefna og minni mengunar í Kína. Einn liður í þessari baráttu er að auka gæði eldsneytis í landinu. Því virðast Kínverjar ætla að láta einskis ófreistað í baráttu sinni við þeirri miklu mengun sem hrjáð hefur mjög íbúa stærstu borganna þar. Í fyrra tilkynnti ríkisstjórn Kína að sett yrði 18.600 milljarðar króna til að stemma stigu við mengun í Kína á næstu 5 árum. Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent
Í Kína eru nú hafið það verkefni á vegum ríkisins að taka úr umferð 6 milljónir bíla af gömlum bílum sem menga mikið. Er þetta átak til að stemma stigu við þeirri miklu mengun sem er í mörgum borgum Kína. Rannsóknir í Kína hafa sýnt að um 31% af mengun í Peking er af völdum bíla. Á þessu ári stendur til að taka eina 300.000 bíla úr umferð bara í Peking, en á næsta ári á að gera enn betur og taka um 6 milljónir bíla á öðrum svæðum þar sem mengun er einnig mikil. Ekki fylgir sögunni hvernig þessu er hrint í framkvæmd. Hvort þessir bíleigendur fái eingreiðslu frá ríkinu, sem dæmi er um áður, ef endurnýjað er í nýjan bíl eða þeim gamla fargað, er ekki ljóst. Þessi fækkun mengandi bíla er liður í tveggja ára áætlun í Kína þar sem stefnt er að orkusparnaði, minnkun losunar eiturefna og minni mengunar í Kína. Einn liður í þessari baráttu er að auka gæði eldsneytis í landinu. Því virðast Kínverjar ætla að láta einskis ófreistað í baráttu sinni við þeirri miklu mengun sem hrjáð hefur mjög íbúa stærstu borganna þar. Í fyrra tilkynnti ríkisstjórn Kína að sett yrði 18.600 milljarðar króna til að stemma stigu við mengun í Kína á næstu 5 árum.
Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent