Frammistaða Íslands verst allra Atli Ísleifsson skrifar 17. júlí 2014 11:53 Ísland var með með langmesta innleiðingarhallann af öllum EES-ríkjunum 31. Vísir/Gunnar Ísland er enn með langverstu frammistöðu allra EES-ríkjanna varðandi innleiðingu EES-tilskipana og reglugerða. Í nýju frammistöðumati Eftirlitsstofunar EFTA (ESA) segir að innleiðingarhalli tilskipana, sem sýni hlutfall tilskipana sem ekki hafa verið innleiddar eða ESA hefur ekki verið tilkynnt um innleiðingu á innan réttra tímamarka, hafi verið 3,1 prósent í tilviki Íslands. Í síðasta frammistöðumati mældist hlutfallið 3,2 prósent, en stofnunin gefur út frammistöðumat tvisvar á ári. Í bæði skiptin var Ísland með langmesta innleiðingarhallann af öllum EES-ríkjunum 31, það er 28 aðildarríkjum ESB, auk Íslands, Noregs og Liechtenstein. Innleiðingarhalli Noregs mælist 1,9 prósent. Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA, segir að því miður birtist þau tíðindi enn og aftur að Ísland og Noregur standa sig verst allra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu. „Það er til þess fallið að grafa undan því jafnræði sem innri markaðurinn byggist á. Það er óviðunandi ef löggjöf á svæðinu er ekki samstæð og ESA hlýtur að leita leiða til að tryggja að EFTA-ríkin virði skuldbindingar sínar.” Innleiðingarhalli EFTA-ríkjanna þriggja er nú 1,9 prósent að meðaltali og er það örlítil framför frá síðasta frammistöðumati þegar innleiðingarhallinn var tvö prósent, að því er segir í fréttatilkynningu frá ESA. „Til samanburðar er innleiðingarhallinn að meðaltali 0,7% í ríkjum ESB. Aðeins fimm ESB ríki voru með innleiðingarhalla umfram 1% viðmiðið og ekkert ESB ríki var með innleiðingarhallayfir 1,5%“. Í frammistöðumatinu kemur einnig fram hversu mörg samningsbrotamál gegn EFTA-ríkjunum eru til meðferðar hjá ESA, sem stafa af því að tilskipanir og reglugerðir eru ekki innleiddar innan tímamarka. Samningsbrotamál af þeim toga eru nú 177 talsins. „ESA hefur einnig vísað fjölda mála til EFTA-dómstólsins þar sem Ísland og Noregur hafa vanefnt að innleiða EES-gerðir í landsrétt,“ segir í fréttatilkynningunni. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Ísland er enn með langverstu frammistöðu allra EES-ríkjanna varðandi innleiðingu EES-tilskipana og reglugerða. Í nýju frammistöðumati Eftirlitsstofunar EFTA (ESA) segir að innleiðingarhalli tilskipana, sem sýni hlutfall tilskipana sem ekki hafa verið innleiddar eða ESA hefur ekki verið tilkynnt um innleiðingu á innan réttra tímamarka, hafi verið 3,1 prósent í tilviki Íslands. Í síðasta frammistöðumati mældist hlutfallið 3,2 prósent, en stofnunin gefur út frammistöðumat tvisvar á ári. Í bæði skiptin var Ísland með langmesta innleiðingarhallann af öllum EES-ríkjunum 31, það er 28 aðildarríkjum ESB, auk Íslands, Noregs og Liechtenstein. Innleiðingarhalli Noregs mælist 1,9 prósent. Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA, segir að því miður birtist þau tíðindi enn og aftur að Ísland og Noregur standa sig verst allra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu. „Það er til þess fallið að grafa undan því jafnræði sem innri markaðurinn byggist á. Það er óviðunandi ef löggjöf á svæðinu er ekki samstæð og ESA hlýtur að leita leiða til að tryggja að EFTA-ríkin virði skuldbindingar sínar.” Innleiðingarhalli EFTA-ríkjanna þriggja er nú 1,9 prósent að meðaltali og er það örlítil framför frá síðasta frammistöðumati þegar innleiðingarhallinn var tvö prósent, að því er segir í fréttatilkynningu frá ESA. „Til samanburðar er innleiðingarhallinn að meðaltali 0,7% í ríkjum ESB. Aðeins fimm ESB ríki voru með innleiðingarhalla umfram 1% viðmiðið og ekkert ESB ríki var með innleiðingarhallayfir 1,5%“. Í frammistöðumatinu kemur einnig fram hversu mörg samningsbrotamál gegn EFTA-ríkjunum eru til meðferðar hjá ESA, sem stafa af því að tilskipanir og reglugerðir eru ekki innleiddar innan tímamarka. Samningsbrotamál af þeim toga eru nú 177 talsins. „ESA hefur einnig vísað fjölda mála til EFTA-dómstólsins þar sem Ísland og Noregur hafa vanefnt að innleiða EES-gerðir í landsrétt,“ segir í fréttatilkynningunni.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira