Nýr lágpunktur í íslenskri stjórnmálaumræðu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. júlí 2014 20:00 VISIR/DANÍEL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, kom víða við í stefnuræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins nú síðdegis. Hann sagði ríkisstjórnina hafa náð ótrúlegum árangri og þorað að takast á við stóru málin. „Það var ótrúlegt að heyra viðbrögð stjórnarandstöðunnar við þessu eftir allt saman. Ég hefði ekki trúað því að þau myndu greiða atkvæði gegn þessu. Sama fólk og var algjörlega mótfallið því að skattlegja fjármálafyrirtækja og færa niður skuldir heimilanna en vildi skattleggja heimilin og greiða niður skuldir fallinna fjármálafyrirtækja,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði það stefnu ríkisstjórnarinnar að skuldastaða Íslands verði sú besta í Evrópu árið 2020 og að íslenska hagkerfið verði það heilbrigðasta í Evrópu. Þá vék hann orðum að hugsanlegri komu bandarísku verslunarkeðjunnar Costco hingað til lands en hann sagði umræðuna á köflum vera fáránlega. „Ég bara spyr. Hverjir eru gamaldags og afturhaldssamir. Þeir sem vilja fylgja þróun í því að búa til og verja heilnæma og góða matvöru. Eða þeir sem vilja allt slíkt lönd og leið og telja það raunar bara einangrunarhyggju að leyfa sér að halda því fram að það eigi ekki að flytja inn eins mikið sterakjöt og menn vilja.“ Þá gagnrýndi hann harðlega þá umræðu sem kom upp í kjölfar ummæla oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík þess efnis að afturkalla ætti úthlutun á lóð til Félags múslima á Íslandi. Flokkurinn hafi verið kenndur við popúlisma og kynþáttahyggju. „Að menn skuli nýta sér slíkt mál, í pólitískum tilgangi til að koma höggi á andstæðinga, er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma,“ sagði Sigmundur Davíð. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, kom víða við í stefnuræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins nú síðdegis. Hann sagði ríkisstjórnina hafa náð ótrúlegum árangri og þorað að takast á við stóru málin. „Það var ótrúlegt að heyra viðbrögð stjórnarandstöðunnar við þessu eftir allt saman. Ég hefði ekki trúað því að þau myndu greiða atkvæði gegn þessu. Sama fólk og var algjörlega mótfallið því að skattlegja fjármálafyrirtækja og færa niður skuldir heimilanna en vildi skattleggja heimilin og greiða niður skuldir fallinna fjármálafyrirtækja,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði það stefnu ríkisstjórnarinnar að skuldastaða Íslands verði sú besta í Evrópu árið 2020 og að íslenska hagkerfið verði það heilbrigðasta í Evrópu. Þá vék hann orðum að hugsanlegri komu bandarísku verslunarkeðjunnar Costco hingað til lands en hann sagði umræðuna á köflum vera fáránlega. „Ég bara spyr. Hverjir eru gamaldags og afturhaldssamir. Þeir sem vilja fylgja þróun í því að búa til og verja heilnæma og góða matvöru. Eða þeir sem vilja allt slíkt lönd og leið og telja það raunar bara einangrunarhyggju að leyfa sér að halda því fram að það eigi ekki að flytja inn eins mikið sterakjöt og menn vilja.“ Þá gagnrýndi hann harðlega þá umræðu sem kom upp í kjölfar ummæla oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík þess efnis að afturkalla ætti úthlutun á lóð til Félags múslima á Íslandi. Flokkurinn hafi verið kenndur við popúlisma og kynþáttahyggju. „Að menn skuli nýta sér slíkt mál, í pólitískum tilgangi til að koma höggi á andstæðinga, er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma,“ sagði Sigmundur Davíð.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira