Járnmaður og iðnaðarráðherra keppa í Gullhringnum Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2014 10:49 Keppendur í Gullhringnum í fyrra. Eitt stærsta hjólreiðamót sumarsins, Kia Gullhringurinn, verður haldið á morgun á Laugarvatni. Margir þekktir keppendur taka þátt, svo sem heimsþekktur Iron Man jaxl, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og sjónvarpsfólk frá 365. Það stefnir í að rúmlega 300 manns hjóli af stað á morgun og hefur þátttaka aldrei verið meiri. Kia er sérstakur styrktaraðili mótsins. Meðal keppenda eru bestu hjólreiðamenn landsins. Þar fara fremstir Hafsteinn Ægir Geirsson hjólreiðamaður ársins 2013, sem vann Gullhringinn í fyrra og bræðurnir Ingvar og Óskar Ómarssynir sem leiddu sigurlið WOW keppninnar. Þá hefur ráðherra Iðnaðar- og ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, skráð sig til leiks ásamt fjölmiðlakonunum Kolbrúnu Björnsdóttur og Telmu Tómasdóttur og kollega þeirra af Stöð 2 Þorbirni Þórðarsyni. Þá er Þjóðverjinn Kai Walter ásamt 4 öðrum löndum sínum skráður til leiks þannig að Gullhringurinn er orðið alþjóðlegt mót. Kai er fyrrum framkvæmdastjóri IRON MAN keppnanna í Evrópu en það er stærsta þríþrautar-íþróttamót í heiminum. Kai stýrði meðal annars Iron Man keppninni í Frankfurt sem íslenskir járnkarlar hafa verið árlegir þátttakendur í. "Kveikjan að mótinu er Vatternrundan mótið í Svíþjóð en þar er hjólað í kringum vatn eins og má segja að við séum að gera. Þar keppa 30.000 manns á hverju ári. Þannig að Gullhringurinn gæti sannarlega tekið flugið og athygli aðila eins og Kai hjálpar sannarlega.” segir Áslaug Einarsdóttir skipuleggjandi keppninnar. “Það er markmið okkar að keppendur í Gullhringum verði um 3000 á 10 ára afmæli hans árið 2022". Gullhringurinn er skipulagður í samvinnu við ferðaþjónustuaðila á Laugarvatni. Fontana laugarnar og hótelið á Héraðskólanum og veitingastaðurinn Lindin hafa staðið við bakið á keppninni og fulltrúar ferðaþjónustunnar í uppsveitum Árnessýslu hafa verið í nánu samstarfi varðandi þróun keppninnar ár frá ári. Íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Eitt stærsta hjólreiðamót sumarsins, Kia Gullhringurinn, verður haldið á morgun á Laugarvatni. Margir þekktir keppendur taka þátt, svo sem heimsþekktur Iron Man jaxl, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og sjónvarpsfólk frá 365. Það stefnir í að rúmlega 300 manns hjóli af stað á morgun og hefur þátttaka aldrei verið meiri. Kia er sérstakur styrktaraðili mótsins. Meðal keppenda eru bestu hjólreiðamenn landsins. Þar fara fremstir Hafsteinn Ægir Geirsson hjólreiðamaður ársins 2013, sem vann Gullhringinn í fyrra og bræðurnir Ingvar og Óskar Ómarssynir sem leiddu sigurlið WOW keppninnar. Þá hefur ráðherra Iðnaðar- og ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, skráð sig til leiks ásamt fjölmiðlakonunum Kolbrúnu Björnsdóttur og Telmu Tómasdóttur og kollega þeirra af Stöð 2 Þorbirni Þórðarsyni. Þá er Þjóðverjinn Kai Walter ásamt 4 öðrum löndum sínum skráður til leiks þannig að Gullhringurinn er orðið alþjóðlegt mót. Kai er fyrrum framkvæmdastjóri IRON MAN keppnanna í Evrópu en það er stærsta þríþrautar-íþróttamót í heiminum. Kai stýrði meðal annars Iron Man keppninni í Frankfurt sem íslenskir járnkarlar hafa verið árlegir þátttakendur í. "Kveikjan að mótinu er Vatternrundan mótið í Svíþjóð en þar er hjólað í kringum vatn eins og má segja að við séum að gera. Þar keppa 30.000 manns á hverju ári. Þannig að Gullhringurinn gæti sannarlega tekið flugið og athygli aðila eins og Kai hjálpar sannarlega.” segir Áslaug Einarsdóttir skipuleggjandi keppninnar. “Það er markmið okkar að keppendur í Gullhringum verði um 3000 á 10 ára afmæli hans árið 2022". Gullhringurinn er skipulagður í samvinnu við ferðaþjónustuaðila á Laugarvatni. Fontana laugarnar og hótelið á Héraðskólanum og veitingastaðurinn Lindin hafa staðið við bakið á keppninni og fulltrúar ferðaþjónustunnar í uppsveitum Árnessýslu hafa verið í nánu samstarfi varðandi þróun keppninnar ár frá ári.
Íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira