Hljómsveitin Interpol hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið, All the Rage Back Home. Lagið er að finna á væntanlegri plötu sveitarinnar sem ber titilinn El Pintor.
Myndbandið er svart/hvítt og ákaflega stílhreint. Þar bregða fyrir brimbrettakúnstir í bland við skot af hljómsveitinni sjálfri leika á hljóðfæri.
El Pintor er fyrsta platan sem Interpol sendir frá sér í fjögur ár en hún kemur út í september.
Sveitin kemur fram á ATP-tónlistarhátíðinni í Keflavík á laugardagskvöldið og mun án nokkurs vafa telja í alla sína helstu slagara í bland við nýtt efni.
Tónlist