"Alltaf þessi fiðringur fyrir því að mótið hefjist“ Randver Kári Randversson skrifar 28. júlí 2014 15:20 Frá Mýrarboltanum. Vísir/Vilhelm „Þetta er mesta stressvikan, þegar það er verið að klára lokaundirbúninginn, leggja lokahönd á skipulagið og mótahaldið – tryggja það að þetta sé allt alveg 100%. Við vorum að fá nýja veðurspá og hún lofar náttúrulega besta veðrinu hérna fyrir vestan. Við erum þakklátir fyrir það,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson, aðalritari Mýrarboltafélagsins og mótsstjóri Mýrarboltans í samtali við Vísi. „Það er reyndar fínt fyrir okkur að fá smá skúrir, ef að það myndi gerast, það viðheldur þá bleytunni í vellinum. Miðað við þessa átt sem er spáð þá verður bara brilliant veður á mótssvæðinu. Það hentar mjög vel fyrir Tungudalinn þar sem mótið fer fram.“ Hann segir undirbúning fyrir Mýrarboltann, sem fram fer á Ísafirði um verslunarmannahelgina, ganga vel. „Allur undirbúningur er mjög langt kominn, við erum bara að yfirfara listann yfir þá hluti sem þarf að klára. Í rauninni er bara fín stemning í hópnum. Það er alltaf þessi fiðringur fyrir því að mótið hefjist. Þetta verður rosagaman eins og hefur alltaf verið. Við erum mjög spenntir fyrir því að láta þetta ganga vel.“ Mýrarboltafélagið fagnar tíu ára afmæli í ár og er þetta í ellefta sinn sem mótið fer fram. Jóhann segist ekki hafa nákvæma tölu á því hversu margir hafi yfirleitt tekið þátt í Mýrarboltanum fyrri ár, eða hversu margir hafi komið til að horfa á. Skráning í mótið hafi þó verið betur á veg komin á sama tíma í fyrra. Hann segir skráninguna yfirleitt taka kipp í síðustu vikunni fyrir verslunarmannahelgina og er bjartsýnn á að svo verði líka í ár. Þar spili rigningin á suðvesturhorninu inn í og telur hann að landsmenn séu komnir með nóg af rigningu. „Það hefur verið gríðarlega góð mæting á mótssvæðið sjálft, sérstaklega fyrri daginn, sem sagt á laugardeginum, þegar öll liðin keppa. Þá er gríðarlegur fjöldi á mótssvæðinu. Það fyllist ekki bara af keppendum heldur er frítt að koma og horfa á mótið. Það kostar ekkert að fylgjast með Mýrarboltanum, og ef þig langar í útilegu þá ferðu bara í útilegu og horfir og upplifir stemninguna,“ segir Jóhann. „Við reynum alltaf að gera betur heldur en við gerðum árið á undan, og veita góða þjónustu. Það er það eina sem við lofum,“ segir Jóhann Bæring að lokum. Mýrarboltinn Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Þetta er mesta stressvikan, þegar það er verið að klára lokaundirbúninginn, leggja lokahönd á skipulagið og mótahaldið – tryggja það að þetta sé allt alveg 100%. Við vorum að fá nýja veðurspá og hún lofar náttúrulega besta veðrinu hérna fyrir vestan. Við erum þakklátir fyrir það,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson, aðalritari Mýrarboltafélagsins og mótsstjóri Mýrarboltans í samtali við Vísi. „Það er reyndar fínt fyrir okkur að fá smá skúrir, ef að það myndi gerast, það viðheldur þá bleytunni í vellinum. Miðað við þessa átt sem er spáð þá verður bara brilliant veður á mótssvæðinu. Það hentar mjög vel fyrir Tungudalinn þar sem mótið fer fram.“ Hann segir undirbúning fyrir Mýrarboltann, sem fram fer á Ísafirði um verslunarmannahelgina, ganga vel. „Allur undirbúningur er mjög langt kominn, við erum bara að yfirfara listann yfir þá hluti sem þarf að klára. Í rauninni er bara fín stemning í hópnum. Það er alltaf þessi fiðringur fyrir því að mótið hefjist. Þetta verður rosagaman eins og hefur alltaf verið. Við erum mjög spenntir fyrir því að láta þetta ganga vel.“ Mýrarboltafélagið fagnar tíu ára afmæli í ár og er þetta í ellefta sinn sem mótið fer fram. Jóhann segist ekki hafa nákvæma tölu á því hversu margir hafi yfirleitt tekið þátt í Mýrarboltanum fyrri ár, eða hversu margir hafi komið til að horfa á. Skráning í mótið hafi þó verið betur á veg komin á sama tíma í fyrra. Hann segir skráninguna yfirleitt taka kipp í síðustu vikunni fyrir verslunarmannahelgina og er bjartsýnn á að svo verði líka í ár. Þar spili rigningin á suðvesturhorninu inn í og telur hann að landsmenn séu komnir með nóg af rigningu. „Það hefur verið gríðarlega góð mæting á mótssvæðið sjálft, sérstaklega fyrri daginn, sem sagt á laugardeginum, þegar öll liðin keppa. Þá er gríðarlegur fjöldi á mótssvæðinu. Það fyllist ekki bara af keppendum heldur er frítt að koma og horfa á mótið. Það kostar ekkert að fylgjast með Mýrarboltanum, og ef þig langar í útilegu þá ferðu bara í útilegu og horfir og upplifir stemninguna,“ segir Jóhann. „Við reynum alltaf að gera betur heldur en við gerðum árið á undan, og veita góða þjónustu. Það er það eina sem við lofum,“ segir Jóhann Bæring að lokum.
Mýrarboltinn Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira