Audi Q7 fær rafmótora Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2014 11:30 Audi Q7 jeppinn. Næsta kynslóð af jeppanum Audi Q7 verður framleiddur meðal annars í Plug-In útfærslu sem hlaða má með heimilisrafmagni og fær sá bíll einkennisstafina SQ7. Verður sá bíll með dísilmótor auk rafmótoranna, en algengara er að slíkir bílar séu með bensínmótor. Þessi drifrás verður einnig fáanleg í flaggskipinu Audi A8. Von er á næstu kynslóð Q7 jeppans á næsta ári og fær hann nú hinn víðnotaða MLB undirvagn sem er undir fleiri og fleiri bílgerðum Volkswagen bílafjölskyldunnar. Audi er ekki fyrsta bílafyrirtækið til að setja saman dísilvélar og rafmótora og fást bæði E-Class og S-Class bílar Mercedes Benz þannig, sem og Range Rover og Range Rover Sport og Volvo S60. Audi er einnig að íhuga sömu Plug-In drifrás í A5 bíl sinn sem yrði þá af RS-gerð, sem einkennir öflugri útfærslur bíla Audi. Fram til ársins 2020 ætlar Audi að uppfylla lækkandi eyðslu bíla sinni að hálfu með eyðslugrennri brunavélum en að 30% hluta með rafmótorum og síðustu 20 prósentin eiga að fást með minni loftmótsstöðu og minni viðnámi í drifrás bílanna. Hybrid bílar er enn sem komið er ekki stór hluti af heildarsölu bíla í Evrópu og seldust 214.237 slíkir bílar í fyrra og voru aðeins 37.904 þeirra með dísilvélum, auk rafmótora. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent
Næsta kynslóð af jeppanum Audi Q7 verður framleiddur meðal annars í Plug-In útfærslu sem hlaða má með heimilisrafmagni og fær sá bíll einkennisstafina SQ7. Verður sá bíll með dísilmótor auk rafmótoranna, en algengara er að slíkir bílar séu með bensínmótor. Þessi drifrás verður einnig fáanleg í flaggskipinu Audi A8. Von er á næstu kynslóð Q7 jeppans á næsta ári og fær hann nú hinn víðnotaða MLB undirvagn sem er undir fleiri og fleiri bílgerðum Volkswagen bílafjölskyldunnar. Audi er ekki fyrsta bílafyrirtækið til að setja saman dísilvélar og rafmótora og fást bæði E-Class og S-Class bílar Mercedes Benz þannig, sem og Range Rover og Range Rover Sport og Volvo S60. Audi er einnig að íhuga sömu Plug-In drifrás í A5 bíl sinn sem yrði þá af RS-gerð, sem einkennir öflugri útfærslur bíla Audi. Fram til ársins 2020 ætlar Audi að uppfylla lækkandi eyðslu bíla sinni að hálfu með eyðslugrennri brunavélum en að 30% hluta með rafmótorum og síðustu 20 prósentin eiga að fást með minni loftmótsstöðu og minni viðnámi í drifrás bílanna. Hybrid bílar er enn sem komið er ekki stór hluti af heildarsölu bíla í Evrópu og seldust 214.237 slíkir bílar í fyrra og voru aðeins 37.904 þeirra með dísilvélum, auk rafmótora.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent