Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Neman Grodno 2-0 | Atlarnir sáu um Grodno Ingvi Þór Sæmundsson á Kaplakrikavelli skrifar 24. júlí 2014 17:09 Atli Guðnason fagnar marki sínu. Vísir/arnþór FH komst í kvöld áfram í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-0 sigur á hvít-rússneska liðinu Neman Grodno á heimavelli. Fyrri leiknum ytra lyktaði með 1-1 jafntefli og Hafnfirðingar unnu því einvígið samanlagt 3-1. FH mætir sænska liðinu Elfsborg í næstu umferð. Leikur FH-inga í byrjun leiks bar þess merki að þeim dugði markalaust jafntefli til að fara áfram. Hafnfirðingar voru skynsamir, tóku fáar áhættur og áttu ekki í miklum vandræðum með máttleysislegar sóknaraðgerðir Hvít-Rússana. Það var helst að það skapaðist hætta í kringum hægri kantmanninn Pavel Savitski, sem var mjög sprækur í fyrri hálfleik. Böðvari Böðvarssyni, vinstri bakvörður FH, tókst hins vegar ágætlega að halda aftur af honum. Sóknarleikur FH var sömuleiðis ekki upp á marga fiska, en það voru þó heimamenn sem skoruðu eina mark fyrri hálfleiks. Þar var að verki Atli Guðnason eftir skelfileg mistök litháenska markvarðarins Marius Rapalis.Davíð Þór Viðarsson átti þá stungusendingu inn fyrir vörn Grodno, Rapalis kom langt út úr markinu, en missti af boltanum. Það var því hægur leikur fyrir Atla að renna boltanum í autt markið. Þetta var hans níunda mark fyrir FH í Evrópuleikjum.Davíð Þór Viðarsson með boltann í kvöld.vísir/arnþórGestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn svo af miklum krafti og sem fyrr var það Savitski sem var í aðalhlutverki. Á 49. mínútu kom Savitski, sem skoraði mark Grodno í fyrri leiknum, sér í gott skotfæri fyrir miðjum vítateig, en Róbert Örn Óskarsson varði skot hans í horn. FH-ingar stóðu pressunna hins vegar af sér og náðu fljótlega áttum. Varnarleikur heimamanna var sterkur og Róbert öruggur í markinu. Róbert þurfti reyndar að taka á honum stóra sínum á 69. mínútu þegar hann varði gott skot Dmitris Rekish í horn. Ellefu mínútum síðar tryggði svo varamaðurinn Atli Viðar Björnsson FH sigurinn og farseðilinn í næstu umferð með frábæru marki.Hólmar Örn Rúnarsson tók aukaspyrnu nálægt endalínunni hægra megin, sendi boltann yfir á fjærstöngina þar sem Atli Viðar lagði boltann fyrir sig og skaut honum á lofti framhjá Rapalis. Eftir markið fjaraði leikurinn út. FH-ingar héldu fengnum hlut og fögnuðu góðum sigri. Lokastaðan 2-0, FH í vil. Sóknarleikur FH hefur oft verið betri en í leiknum í kvöld, en það kom ekki að sök. Vörnin var þétt með Kassim Doumbia sem besta mann og vinnusemin í FH-liðinu var til fyrirmyndar. Sigurinn var öruggur á endanum og stuðningsmenn FH geta því farið að hlakka til næsta kafla í Evrópuævintýri sumarsins.vísir/arnþórHeimir: Spiluðum öflugan varnarleik Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum sáttur með sigurinn á hvít-rússneska liðinu Neman Grodno í kvöld og farseðilinn í næstu umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar. Hann var sérstaklega ánægður með skipulagið og vinnusemina hjá FH-liðinu. „Það var frábær samstaða í liðinu. Við spiluðum öflugan varnarleik og þeir sköpuðu sér ekki mörg færi. „Við vissum að ef við næðum að halda markinu hreinu þyrftu þeir á einhverjum tímapunkti að koma framar á völlinn og það var einmitt það sem gerðist í fyrsta markinu. Þá voru þeir komnir upp á miðju og við náðum að refsa þeim,“ sagði Heimir og bætti við: „Við hefðum mátt klára sóknirnar betur í seinni hálfleik, en Atli Viðar gerði út um leikinn fyrir okkur.“ Liðsmenn Grodno komu sterkir til leiks í seinni hálfleik. Heimir sagði að það hefði verið mikilvægt fyrir FH að standast þá pressu, sem og er þeir gerðu. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki alveg nógu vel og Robbi (Róbert Örn Óskarsson) bjargaði okkur tvisvar. „En svo náðum við að vinna okkur inn í leikinn; þeir voru með menn sem svindluðu í varnarleiknum og við náðum að nýta okkur það,“ sagði þjálfarinn. FH mætir Elfsborg í næstu umferð, en sænska liðið sló Inter Baku frá Aserbaídsjan út fyrr í kvöld eftir vítaspyrnukeppni. En er Heimir ekki sáttur með að sleppa við langt ferðalag til Aserbaídsjan? „Nei, nei. Maður hefur komið þangað áður og oft til Hvíta-Rússlands og til allra landa. Ég hef alltaf jafn gaman að þessu. „Auðvitað er ferðalagið til Svíþjóðar betra og hagstæðara fyrir félagið. Það verður verðugt verkefni fyrir okkur. „Elfsborg er toppklúbbur í Svíþjóð og við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þá leiki,“ sagði Heimir að lokum.Ólafur Páll Snorrason í baráttunni.vísir/arnþórÓlafur Páll: Samstaðan var mikil „Leikurinn spilaðist eiginlega eins og við vildum,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, fyrirliði FH, eftir sigurinn á Neman Grodno í kvöld. „Við gerðum einhver mistök sem sköpuðu hættu fyrir þá, en við héldum markinu hreinu sem var markmiðið fyrir leikinn. Þannig að við erum ánægðir,“ sagði fyrirliðinn. En hvað fannst honum leggja grunninn að sigrinum í kvöld? „Skipulagið hjá okkur hélt og við gerðum það sem við ætluðum okkur að gera. Við hjálpuðum hver öðrum sem skipti öllu máli. Samstaðan var mikil, líkt og í fyrri leiknum.“ FH-ingar sköpuðu sér ekki mörg færi, en nógu mörg til að skora tvö mörk. Ólafur bar lof á markaskorarana, Atla Guðnason og Viðar Björnsson. „Þetta eru náttúrulega tveir snillingar sem skoruðu mörkin okkar. Það er varla hægt að lýsa þeim öðruvísi en þannig. „Þeir poppa alltaf upp á réttum stöðum á réttum tíma og klára leiki fyrir okkur,“ sagði Ólafur, en hvernig lýst honum á næsta verkefni Hafnfirðinga í forkeppni Evrópudeildarinnar? „Mér lýst gríðarlega vel á það. Ég hlakka til að fara til Svíþjóðar í stað þess að þurfa að fljúga til Aserbaídsjan, þó ég hafi nú komið þangað einu sinni áður. Það var ekkert sérstaklega spennandi, svo ég er mjög sáttur með að hafa fengið Elfsborg.“Vísir/Arnþór Íslenski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira
FH komst í kvöld áfram í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-0 sigur á hvít-rússneska liðinu Neman Grodno á heimavelli. Fyrri leiknum ytra lyktaði með 1-1 jafntefli og Hafnfirðingar unnu því einvígið samanlagt 3-1. FH mætir sænska liðinu Elfsborg í næstu umferð. Leikur FH-inga í byrjun leiks bar þess merki að þeim dugði markalaust jafntefli til að fara áfram. Hafnfirðingar voru skynsamir, tóku fáar áhættur og áttu ekki í miklum vandræðum með máttleysislegar sóknaraðgerðir Hvít-Rússana. Það var helst að það skapaðist hætta í kringum hægri kantmanninn Pavel Savitski, sem var mjög sprækur í fyrri hálfleik. Böðvari Böðvarssyni, vinstri bakvörður FH, tókst hins vegar ágætlega að halda aftur af honum. Sóknarleikur FH var sömuleiðis ekki upp á marga fiska, en það voru þó heimamenn sem skoruðu eina mark fyrri hálfleiks. Þar var að verki Atli Guðnason eftir skelfileg mistök litháenska markvarðarins Marius Rapalis.Davíð Þór Viðarsson átti þá stungusendingu inn fyrir vörn Grodno, Rapalis kom langt út úr markinu, en missti af boltanum. Það var því hægur leikur fyrir Atla að renna boltanum í autt markið. Þetta var hans níunda mark fyrir FH í Evrópuleikjum.Davíð Þór Viðarsson með boltann í kvöld.vísir/arnþórGestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn svo af miklum krafti og sem fyrr var það Savitski sem var í aðalhlutverki. Á 49. mínútu kom Savitski, sem skoraði mark Grodno í fyrri leiknum, sér í gott skotfæri fyrir miðjum vítateig, en Róbert Örn Óskarsson varði skot hans í horn. FH-ingar stóðu pressunna hins vegar af sér og náðu fljótlega áttum. Varnarleikur heimamanna var sterkur og Róbert öruggur í markinu. Róbert þurfti reyndar að taka á honum stóra sínum á 69. mínútu þegar hann varði gott skot Dmitris Rekish í horn. Ellefu mínútum síðar tryggði svo varamaðurinn Atli Viðar Björnsson FH sigurinn og farseðilinn í næstu umferð með frábæru marki.Hólmar Örn Rúnarsson tók aukaspyrnu nálægt endalínunni hægra megin, sendi boltann yfir á fjærstöngina þar sem Atli Viðar lagði boltann fyrir sig og skaut honum á lofti framhjá Rapalis. Eftir markið fjaraði leikurinn út. FH-ingar héldu fengnum hlut og fögnuðu góðum sigri. Lokastaðan 2-0, FH í vil. Sóknarleikur FH hefur oft verið betri en í leiknum í kvöld, en það kom ekki að sök. Vörnin var þétt með Kassim Doumbia sem besta mann og vinnusemin í FH-liðinu var til fyrirmyndar. Sigurinn var öruggur á endanum og stuðningsmenn FH geta því farið að hlakka til næsta kafla í Evrópuævintýri sumarsins.vísir/arnþórHeimir: Spiluðum öflugan varnarleik Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum sáttur með sigurinn á hvít-rússneska liðinu Neman Grodno í kvöld og farseðilinn í næstu umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar. Hann var sérstaklega ánægður með skipulagið og vinnusemina hjá FH-liðinu. „Það var frábær samstaða í liðinu. Við spiluðum öflugan varnarleik og þeir sköpuðu sér ekki mörg færi. „Við vissum að ef við næðum að halda markinu hreinu þyrftu þeir á einhverjum tímapunkti að koma framar á völlinn og það var einmitt það sem gerðist í fyrsta markinu. Þá voru þeir komnir upp á miðju og við náðum að refsa þeim,“ sagði Heimir og bætti við: „Við hefðum mátt klára sóknirnar betur í seinni hálfleik, en Atli Viðar gerði út um leikinn fyrir okkur.“ Liðsmenn Grodno komu sterkir til leiks í seinni hálfleik. Heimir sagði að það hefði verið mikilvægt fyrir FH að standast þá pressu, sem og er þeir gerðu. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki alveg nógu vel og Robbi (Róbert Örn Óskarsson) bjargaði okkur tvisvar. „En svo náðum við að vinna okkur inn í leikinn; þeir voru með menn sem svindluðu í varnarleiknum og við náðum að nýta okkur það,“ sagði þjálfarinn. FH mætir Elfsborg í næstu umferð, en sænska liðið sló Inter Baku frá Aserbaídsjan út fyrr í kvöld eftir vítaspyrnukeppni. En er Heimir ekki sáttur með að sleppa við langt ferðalag til Aserbaídsjan? „Nei, nei. Maður hefur komið þangað áður og oft til Hvíta-Rússlands og til allra landa. Ég hef alltaf jafn gaman að þessu. „Auðvitað er ferðalagið til Svíþjóðar betra og hagstæðara fyrir félagið. Það verður verðugt verkefni fyrir okkur. „Elfsborg er toppklúbbur í Svíþjóð og við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þá leiki,“ sagði Heimir að lokum.Ólafur Páll Snorrason í baráttunni.vísir/arnþórÓlafur Páll: Samstaðan var mikil „Leikurinn spilaðist eiginlega eins og við vildum,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, fyrirliði FH, eftir sigurinn á Neman Grodno í kvöld. „Við gerðum einhver mistök sem sköpuðu hættu fyrir þá, en við héldum markinu hreinu sem var markmiðið fyrir leikinn. Þannig að við erum ánægðir,“ sagði fyrirliðinn. En hvað fannst honum leggja grunninn að sigrinum í kvöld? „Skipulagið hjá okkur hélt og við gerðum það sem við ætluðum okkur að gera. Við hjálpuðum hver öðrum sem skipti öllu máli. Samstaðan var mikil, líkt og í fyrri leiknum.“ FH-ingar sköpuðu sér ekki mörg færi, en nógu mörg til að skora tvö mörk. Ólafur bar lof á markaskorarana, Atla Guðnason og Viðar Björnsson. „Þetta eru náttúrulega tveir snillingar sem skoruðu mörkin okkar. Það er varla hægt að lýsa þeim öðruvísi en þannig. „Þeir poppa alltaf upp á réttum stöðum á réttum tíma og klára leiki fyrir okkur,“ sagði Ólafur, en hvernig lýst honum á næsta verkefni Hafnfirðinga í forkeppni Evrópudeildarinnar? „Mér lýst gríðarlega vel á það. Ég hlakka til að fara til Svíþjóðar í stað þess að þurfa að fljúga til Aserbaídsjan, þó ég hafi nú komið þangað einu sinni áður. Það var ekkert sérstaklega spennandi, svo ég er mjög sáttur með að hafa fengið Elfsborg.“Vísir/Arnþór
Íslenski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira