Poppprinsinn Justin Bieber olli heldur betur usla í hverfi sínu í Beverly Hills um síðustu helgi.
Samkvæmt L.A. Times var lögreglan kölluð að heimili tónlistarmannsins sex sinnum, tvisvar sinnum vegna óspekta aðdáenda og fjórum sinnum vegna hávaðar á heimili prinsins.
Justin fékk munnlega viðvörun en hann er enn á skilorði fyrir að kasta eggjum í hús fyrrverandi nágranna síns.
