Traustið til hvers annars er mesti styrkleiki Norðmanna Atli Ísleifsson skrifar 22. júlí 2014 10:20 Erna Solberg ávarpaði þjóð sína í miðborg Óslóar í morgun í tilefni af því að þrjú ár eru liðin frá ódæðisverkunum í Útey þar sem 77 létu lífið. Vísir/AFP Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hvatti alla til að taka afstöðu gegn öfgastefnu þegar hún ávarpaði þjóð sína í tilefni að því að þrjú ár eru liðin frá voðaverkunum í Útey þar sem 77 manns voru myrtir af Anders Behring Breivik. „Traustið sem við berum til hvers annars í Noregi, er okkar mesti styrkleiki.“ Forsætisráðherrann hvatti til þess að allir fái að vera aðilar að hinu norska samfélagi. „Minningarnar um 22. júlí skuldbindur okkur öll. Við verðum áfram að standa vörð um grunngildi okkar. Við eigum að berjast fyrir opnu samfélagi, umburðarlyndi og fjölbreytni og við eigum að vinna að því á hverjum degi að að verja og þróa norskt lýðræði,“ sagði Solberg í ræðu sinni í miðborg Óslóar nú fyrir stundu. Solberg sagði nauðsynlegt að Norðmenn væru áfram til staðar fyrir hvorn annan. „Við eigum að vera samborgarar. Þannig heiðrum við best þá látnu. Fyrir alla þá sem misstu ástvin er sorgin og söknuðurinn yfirþyrmandi. Fyrir þá sem lifðu af, eru minningarnar og tilfinningarnar enn sterkar. Fyrir alla þá sem hættu lífi sínu til að bjarga öðrum, getur verið erfitt að lifa áfram líkt og áður.“ Að sögn Solberg reyndi 22. júlí á alla Norðmenn. „Við brugðumst við með einingu. Við brugðust við með með því að hlúa að hvort öðru. Það er jafn mikilvægt í dag og fyrir þremur árum síðan.“ Sagði hún að ekki sé mögulegt að gera atburðinn að engu, en lagði áherslu á að landsmenn geti unnið betur að því að vera betur í stakk búin. „Við getum ekki varið okkur gegn öllum hættum. Það mikilvægasta sem við getum gert er að taka afstöðu gegn öfgastefnu og hryðjuverkum.“ Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að Solberg hafi jafnframt þakkað Jens Stoltenberg, forvera sínum í starfi, fyrir sinn þátt og leiðsögn í kjölfar ódæðisverkanna og fyrir að „hafa vísað veginn á þessum erfiða tíma.“ Stoltenberg, sem tekur brátt við framkvæmdastjórastöðu hjá NATO, segir að burtséð frá embættum verði minningin um 22. júlí óbreytt í huga hans. „Þetta er dagur sem við tengjum við allt hið illa og hræðilega sem gerðist, en einnig þann styrk og þá samheldni sem við upplifðum eftir atburðinn. Allir lögðu sitt á vogarskálarnar.“ Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hvatti alla til að taka afstöðu gegn öfgastefnu þegar hún ávarpaði þjóð sína í tilefni að því að þrjú ár eru liðin frá voðaverkunum í Útey þar sem 77 manns voru myrtir af Anders Behring Breivik. „Traustið sem við berum til hvers annars í Noregi, er okkar mesti styrkleiki.“ Forsætisráðherrann hvatti til þess að allir fái að vera aðilar að hinu norska samfélagi. „Minningarnar um 22. júlí skuldbindur okkur öll. Við verðum áfram að standa vörð um grunngildi okkar. Við eigum að berjast fyrir opnu samfélagi, umburðarlyndi og fjölbreytni og við eigum að vinna að því á hverjum degi að að verja og þróa norskt lýðræði,“ sagði Solberg í ræðu sinni í miðborg Óslóar nú fyrir stundu. Solberg sagði nauðsynlegt að Norðmenn væru áfram til staðar fyrir hvorn annan. „Við eigum að vera samborgarar. Þannig heiðrum við best þá látnu. Fyrir alla þá sem misstu ástvin er sorgin og söknuðurinn yfirþyrmandi. Fyrir þá sem lifðu af, eru minningarnar og tilfinningarnar enn sterkar. Fyrir alla þá sem hættu lífi sínu til að bjarga öðrum, getur verið erfitt að lifa áfram líkt og áður.“ Að sögn Solberg reyndi 22. júlí á alla Norðmenn. „Við brugðumst við með einingu. Við brugðust við með með því að hlúa að hvort öðru. Það er jafn mikilvægt í dag og fyrir þremur árum síðan.“ Sagði hún að ekki sé mögulegt að gera atburðinn að engu, en lagði áherslu á að landsmenn geti unnið betur að því að vera betur í stakk búin. „Við getum ekki varið okkur gegn öllum hættum. Það mikilvægasta sem við getum gert er að taka afstöðu gegn öfgastefnu og hryðjuverkum.“ Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að Solberg hafi jafnframt þakkað Jens Stoltenberg, forvera sínum í starfi, fyrir sinn þátt og leiðsögn í kjölfar ódæðisverkanna og fyrir að „hafa vísað veginn á þessum erfiða tíma.“ Stoltenberg, sem tekur brátt við framkvæmdastjórastöðu hjá NATO, segir að burtséð frá embættum verði minningin um 22. júlí óbreytt í huga hans. „Þetta er dagur sem við tengjum við allt hið illa og hræðilega sem gerðist, en einnig þann styrk og þá samheldni sem við upplifðum eftir atburðinn. Allir lögðu sitt á vogarskálarnar.“
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira