Ekki vera sebrahestur í sumar Rikka skrifar 22. júlí 2014 09:00 vísir/getty Já, sættum okkur við það. Það er lítið sem engin sól í kortunum, allavega ekki hérna á höfuðborgarsvæðinu. Þið sem sáuð fyrir ykkur að liggja á sundlaugabökkunum í sumarfríinu ykkar og vinna aðeins í húðlitnum getið sett þann draum til hliðar í bili. En það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að fá smá gylltan ljóma og dekkri húðlit með öðrum ráðum. Þar kemur brúnkukremið að góðum notum. Ekki er þó allt fengið með því að skella á sig brúnkukremi og enda svo jafnvel eins og sebrahestur á slæmum degi. Þessa aðgerð þarf að undirbúa svo að ekki verði úr útlitslegt stórslys.Skrúbbaðu húðina Fyrst og fremst þarf að huga að því að skrúbba og skúra húðina og með því fjarlægja dauðar húðfrumur og létta þurrkubletti. Brúnkukremin eiga það til að festast á þurrum svæðum og þar með verður liturinn ójafn. Hitaðu smá kókosolíu í örbylgjunni, bættu handfylli af fínmöluðu salti út í og skrúbbaðu líkamann í sturtunni og skolaðu af. Þerraðu líkamann og berðu feitt krem á olnboga, hné og önnur þurr svæði. Gott er að láta kremið þorna augnablik. Notaðu alltaf hanska Þá er komið að brúnkukreminu. Það eru nokkrar útgáfur í boði, til að mynda froða, sprey, og krem. Til þess að koma í veg fyrir litaða lófa er best að skella á sig gúmmíhönskum og svo “brúnkukremssvamphanska”. Settu kremið í hanska og berðu það á þig með hringlaga hreyfingum frá fótleggjum upp að andliti. Láttu kremið þorna algerlega áður en að þú klæðir þig í. Ef að þú ert að flýta þér þá getur verið gott að skella þunnu lagi af barnapúðri á þau svæði sem koma til með að hitna frekar en önnur svæði. Til dæmis undir handakrika, milli læra, aftan á hnjánum og svo framvegis.Ekki of mikið í andlitiðÞá er það andlitið. Notaðu annaðhvort brúnkukrem sem að er sérstaklega gert fyrir andlitið eða þynntu það út sem að þú ert að nota með venjulegu andlitskremi. Notaðu mjög lítið brúnkukrem í framan annað gæti komið óheppilega út. Langbest er að gera þetta að kvöldi til áður en að þú ferð í háttinn. En gættu þess þó að brúnkukremið sé alveg þornað til að sporna við því að rúmfötin líti út eins og einhver hafi bráðnað í þeim. Heilsa Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Já, sættum okkur við það. Það er lítið sem engin sól í kortunum, allavega ekki hérna á höfuðborgarsvæðinu. Þið sem sáuð fyrir ykkur að liggja á sundlaugabökkunum í sumarfríinu ykkar og vinna aðeins í húðlitnum getið sett þann draum til hliðar í bili. En það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að fá smá gylltan ljóma og dekkri húðlit með öðrum ráðum. Þar kemur brúnkukremið að góðum notum. Ekki er þó allt fengið með því að skella á sig brúnkukremi og enda svo jafnvel eins og sebrahestur á slæmum degi. Þessa aðgerð þarf að undirbúa svo að ekki verði úr útlitslegt stórslys.Skrúbbaðu húðina Fyrst og fremst þarf að huga að því að skrúbba og skúra húðina og með því fjarlægja dauðar húðfrumur og létta þurrkubletti. Brúnkukremin eiga það til að festast á þurrum svæðum og þar með verður liturinn ójafn. Hitaðu smá kókosolíu í örbylgjunni, bættu handfylli af fínmöluðu salti út í og skrúbbaðu líkamann í sturtunni og skolaðu af. Þerraðu líkamann og berðu feitt krem á olnboga, hné og önnur þurr svæði. Gott er að láta kremið þorna augnablik. Notaðu alltaf hanska Þá er komið að brúnkukreminu. Það eru nokkrar útgáfur í boði, til að mynda froða, sprey, og krem. Til þess að koma í veg fyrir litaða lófa er best að skella á sig gúmmíhönskum og svo “brúnkukremssvamphanska”. Settu kremið í hanska og berðu það á þig með hringlaga hreyfingum frá fótleggjum upp að andliti. Láttu kremið þorna algerlega áður en að þú klæðir þig í. Ef að þú ert að flýta þér þá getur verið gott að skella þunnu lagi af barnapúðri á þau svæði sem koma til með að hitna frekar en önnur svæði. Til dæmis undir handakrika, milli læra, aftan á hnjánum og svo framvegis.Ekki of mikið í andlitiðÞá er það andlitið. Notaðu annaðhvort brúnkukrem sem að er sérstaklega gert fyrir andlitið eða þynntu það út sem að þú ert að nota með venjulegu andlitskremi. Notaðu mjög lítið brúnkukrem í framan annað gæti komið óheppilega út. Langbest er að gera þetta að kvöldi til áður en að þú ferð í háttinn. En gættu þess þó að brúnkukremið sé alveg þornað til að sporna við því að rúmfötin líti út eins og einhver hafi bráðnað í þeim.
Heilsa Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira