Mikilvægasta máltíð dagsins Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 1. ágúst 2014 09:00 Vísir/Getty Það getur verið freistandi að sleppa morgunmatnum og fá nokkrar auka mínútur í svefn. Það er þó alveg þess virði að rífa sig fram úr á morgnana og fá sér næringarríkan morgunverð ef það stuðlar að aukinni vellíðan yfir daginn. Flestir hafa eflaust heyrt það sagt að morgunverðurinn sé mikilvægasta máltíð dagsins. Hér koma nokkur atriði þeirri staðhæfingu til stuðnings.1. Það dregur úr líkum á því að þú borðir allt í augsýn seinnipart dags. Til þess að halda blóðsykrinum í jafnvægi og koma í veg fyrir ofát yfir daginn er talið mikilvægt að borða hollan og staðgóðan morgunverð. Því lægri sem blóðsykurinn verður í líkamanum, því svengra verður fólk yfir daginn og líkaminn er verr undir það búinn að taka á móti óhollustunni sem verður oft fyrir valinu þegar hungrið hellist yfir.2. Þú færð orku til þess að takast á við daginn. Morgunverðurinn kemur þér af stað og gefur þér orku fyrir daginn eftir að hafa fastað í 8-10 klukkustundir. Það skiptir þó máli að morgunverðurinn sé hollur og næringarríkur. Sjáðu til þess að morgunverðurinn innihaldi trefjar, prótein og holla fitu. Það stuðlar að aukinni orku yfir daginn.3. Einbeitingin verður betri. Ef að þú átt erfitt með að einbeita þér, vendu þig þá á að borða hollan og góðan morgunmat. Rannsóknir sýna að morgunmatur bætir vitræna starfsemi okkar og eykur námsárangur.4. Til þess að koma í veg fyrir þyngdaraukningu. Rannsóknir sýna að fólk sem borðar morgunverð er líklegra til þess að vera í kjörþyngd en þeir sem gera það ekki og konur sem borða morgunmat borða færri kaloríur yfir daginn. Morgunverður er því talinn mikilvægur til þess að koma í veg fyrir þyngdaraukningu. Heilsa Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Það getur verið freistandi að sleppa morgunmatnum og fá nokkrar auka mínútur í svefn. Það er þó alveg þess virði að rífa sig fram úr á morgnana og fá sér næringarríkan morgunverð ef það stuðlar að aukinni vellíðan yfir daginn. Flestir hafa eflaust heyrt það sagt að morgunverðurinn sé mikilvægasta máltíð dagsins. Hér koma nokkur atriði þeirri staðhæfingu til stuðnings.1. Það dregur úr líkum á því að þú borðir allt í augsýn seinnipart dags. Til þess að halda blóðsykrinum í jafnvægi og koma í veg fyrir ofát yfir daginn er talið mikilvægt að borða hollan og staðgóðan morgunverð. Því lægri sem blóðsykurinn verður í líkamanum, því svengra verður fólk yfir daginn og líkaminn er verr undir það búinn að taka á móti óhollustunni sem verður oft fyrir valinu þegar hungrið hellist yfir.2. Þú færð orku til þess að takast á við daginn. Morgunverðurinn kemur þér af stað og gefur þér orku fyrir daginn eftir að hafa fastað í 8-10 klukkustundir. Það skiptir þó máli að morgunverðurinn sé hollur og næringarríkur. Sjáðu til þess að morgunverðurinn innihaldi trefjar, prótein og holla fitu. Það stuðlar að aukinni orku yfir daginn.3. Einbeitingin verður betri. Ef að þú átt erfitt með að einbeita þér, vendu þig þá á að borða hollan og góðan morgunmat. Rannsóknir sýna að morgunmatur bætir vitræna starfsemi okkar og eykur námsárangur.4. Til þess að koma í veg fyrir þyngdaraukningu. Rannsóknir sýna að fólk sem borðar morgunverð er líklegra til þess að vera í kjörþyngd en þeir sem gera það ekki og konur sem borða morgunmat borða færri kaloríur yfir daginn. Morgunverður er því talinn mikilvægur til þess að koma í veg fyrir þyngdaraukningu.
Heilsa Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira