Ofurfræið kínóa Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 31. júlí 2014 11:00 Kínóa (e.Quinoa) er mjög næringarríkt og glútenlaust fræ. Það inniheldur meira prótein en nokkuð annað kornmeti, er með gott jafnvægi af öllum 8 nauðsynlegu amínósýrunum og er því tilvalið fyrir grænmetisætur. Það eru til mismunandi tegundir af kínóa. Það er oftast hvítt, svart eða rautt að lit. Kínóa er góður kostur í stað hrísgrjóna og er frábært sem meðlæti, í grauta, súpur, í buff og í salat.5 ástæður til þess að borða kínóa1. Kínóa er inniheldur hollar fitusýrur og er því gott fyrir hjartað og heilsuna. 2. Vegna þess hve trefjaríkt það er, er það talið geta hjálpað til við að lækka kólesteról. 3. Kínóa inniheldur mörg næringarefni sem eru mikilvæg fyrir framleiðslu rauðra blóðkorna. Það inniheldur meðal annars járn, E vítamín og B vítamín. 4. Kínóa er með lágan sykurstuðul, sem hjálpar til við að halda jafnvægi á blóðsykri í líkamanum. Það hentar því mjög vel fyrir sykursjúka einstaklinga. 5. Kínóa er einnig ríkt af steinefnum. Það inniheldur kalk og magnesíum og er því gott fyrir bæði beinin og taugakerfið. Kínóa er afar auðvelt að matreiða eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Heilsa Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið
Kínóa (e.Quinoa) er mjög næringarríkt og glútenlaust fræ. Það inniheldur meira prótein en nokkuð annað kornmeti, er með gott jafnvægi af öllum 8 nauðsynlegu amínósýrunum og er því tilvalið fyrir grænmetisætur. Það eru til mismunandi tegundir af kínóa. Það er oftast hvítt, svart eða rautt að lit. Kínóa er góður kostur í stað hrísgrjóna og er frábært sem meðlæti, í grauta, súpur, í buff og í salat.5 ástæður til þess að borða kínóa1. Kínóa er inniheldur hollar fitusýrur og er því gott fyrir hjartað og heilsuna. 2. Vegna þess hve trefjaríkt það er, er það talið geta hjálpað til við að lækka kólesteról. 3. Kínóa inniheldur mörg næringarefni sem eru mikilvæg fyrir framleiðslu rauðra blóðkorna. Það inniheldur meðal annars járn, E vítamín og B vítamín. 4. Kínóa er með lágan sykurstuðul, sem hjálpar til við að halda jafnvægi á blóðsykri í líkamanum. Það hentar því mjög vel fyrir sykursjúka einstaklinga. 5. Kínóa er einnig ríkt af steinefnum. Það inniheldur kalk og magnesíum og er því gott fyrir bæði beinin og taugakerfið. Kínóa er afar auðvelt að matreiða eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði.
Heilsa Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið