Landspítalinn hundruð milljóna fram úr fjárlögum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. ágúst 2014 20:00 Vinna við fjárlagafrumvarp næsta árs er í fullum gangi en fjármálaráðherra hefur lagt á það ríka áherslu, að skila hallalausum fjárlögum. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur fyrir að Landspítalinn muni fara fram úr fjárlögum ársins 2014, væntanlega um nokkur hundruð milljónir króna, en forstjóri spítalans segir ástæður þessa vera einfaldar. „Ég vil fyrst og fremst nefna tvennt. Annars vegar það, sem að öllum er ljóst sem horfa á fréttir, að þá hefur ítrekað verið mjög mikið álag á spítalanum. Óvænt og umfram það sem við gátum gert ráð fyrir. Svo dæmi sé tekið þá fjölgaði dvalarnóttum á spítalanum í júní og júlí um 5 prósent, frá síðast ári og inniliggjandi sjúklingum um 3 prósent,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Þá hafi vökudeild spítalans, sem gerir ráð fyrir 12 til 14 börnum, verið með yfir 20 börn meirihluta þessa árs sem þýðir 60 milljónir króna í aukakostnað fyrir spítalann. Hins vegar nefnir Páll vaxandi kostnað og öryggisógn vegna þess að spítalinn sé í gömlu húsnæði sem sé dreift um allt höfuðborgarsvæðið. „Það er þannig, að eins og reksturinn hjá okkur er, að þá veltum við fyrir okkur hverri krónu. Við getum ekki slegið af öryggi og ef að árið er okkur óhagstætt varðandi álag áfram, að þá verðum við að skera af einhverja þjónustu, ef til þess kæmi að við værum að fara fram úr áætlun eða hefðum ekki skilning stjórnvalda,“ segir Páll. Páll segir spítalann hafa verið fjársveltan í mörg ár. „Við fengum viðspyrnu fyrir þetta ár og ég skynja hjá stjórnvöldum skilning og velvilja gagnvart því að áfram verði haldið að bæta rekstrargrundvöll spítalans, þannig að við getum haldið áfram að efla þennan hornstein íslenskrar heilbrigðisþjónustu,“ segir Páll. Það eru fleiri ríkisstofnanir en Landspítalinn sem munu fara fram úr fjárlögum þessa árs. Líklegt þykir að Sjúkratryggingar Íslands fari allt að þremur milljörðum króna fram úr þeim fjárheimildum sem stofnuninni eru settar með fjárlögum þessa árs. Þá hafa fjármál ýmissa framhaldsskóla valdið áhyggjum nefndarmanna í fjárlaganefnd.Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir þessa stöðu ekki ógna því forgangsmáli stjórnarmeirihlutans að skila hallalausum fjárlögum. „Það má ekki umbuna stofnunum, sama hver það er, fyrir það að fara fram úr fjárlögum. Ef að menn gera það, þá munu menn sjá algjört stjórnleysi þegar að kemur að ríkisfjármálum,“ segir Guðlaugur. Hann segir stöðu Landspítalans vera alvarlega. „Ef að menn ætla að ná tökum á ríkisfjármálunum og sérstaklega það sem snýr að heilbrigðismálunum, þá verða þær stofnanir, stærstu stofnanirnar, að ganga á undan með góðu fordæmi. Það er lykilatriði,“ segir Guðlaugur. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Vinna við fjárlagafrumvarp næsta árs er í fullum gangi en fjármálaráðherra hefur lagt á það ríka áherslu, að skila hallalausum fjárlögum. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur fyrir að Landspítalinn muni fara fram úr fjárlögum ársins 2014, væntanlega um nokkur hundruð milljónir króna, en forstjóri spítalans segir ástæður þessa vera einfaldar. „Ég vil fyrst og fremst nefna tvennt. Annars vegar það, sem að öllum er ljóst sem horfa á fréttir, að þá hefur ítrekað verið mjög mikið álag á spítalanum. Óvænt og umfram það sem við gátum gert ráð fyrir. Svo dæmi sé tekið þá fjölgaði dvalarnóttum á spítalanum í júní og júlí um 5 prósent, frá síðast ári og inniliggjandi sjúklingum um 3 prósent,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Þá hafi vökudeild spítalans, sem gerir ráð fyrir 12 til 14 börnum, verið með yfir 20 börn meirihluta þessa árs sem þýðir 60 milljónir króna í aukakostnað fyrir spítalann. Hins vegar nefnir Páll vaxandi kostnað og öryggisógn vegna þess að spítalinn sé í gömlu húsnæði sem sé dreift um allt höfuðborgarsvæðið. „Það er þannig, að eins og reksturinn hjá okkur er, að þá veltum við fyrir okkur hverri krónu. Við getum ekki slegið af öryggi og ef að árið er okkur óhagstætt varðandi álag áfram, að þá verðum við að skera af einhverja þjónustu, ef til þess kæmi að við værum að fara fram úr áætlun eða hefðum ekki skilning stjórnvalda,“ segir Páll. Páll segir spítalann hafa verið fjársveltan í mörg ár. „Við fengum viðspyrnu fyrir þetta ár og ég skynja hjá stjórnvöldum skilning og velvilja gagnvart því að áfram verði haldið að bæta rekstrargrundvöll spítalans, þannig að við getum haldið áfram að efla þennan hornstein íslenskrar heilbrigðisþjónustu,“ segir Páll. Það eru fleiri ríkisstofnanir en Landspítalinn sem munu fara fram úr fjárlögum þessa árs. Líklegt þykir að Sjúkratryggingar Íslands fari allt að þremur milljörðum króna fram úr þeim fjárheimildum sem stofnuninni eru settar með fjárlögum þessa árs. Þá hafa fjármál ýmissa framhaldsskóla valdið áhyggjum nefndarmanna í fjárlaganefnd.Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir þessa stöðu ekki ógna því forgangsmáli stjórnarmeirihlutans að skila hallalausum fjárlögum. „Það má ekki umbuna stofnunum, sama hver það er, fyrir það að fara fram úr fjárlögum. Ef að menn gera það, þá munu menn sjá algjört stjórnleysi þegar að kemur að ríkisfjármálum,“ segir Guðlaugur. Hann segir stöðu Landspítalans vera alvarlega. „Ef að menn ætla að ná tökum á ríkisfjármálunum og sérstaklega það sem snýr að heilbrigðismálunum, þá verða þær stofnanir, stærstu stofnanirnar, að ganga á undan með góðu fordæmi. Það er lykilatriði,“ segir Guðlaugur.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira