Stærsti skandall í sögu pólskrar knattspyrnu - komið ykkur burt! Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. ágúst 2014 16:15 Leikmenn Lech Poznan svekktir eftir úrslitin í Póllandi í gærkvöldi. VÍSIR/ADAM JASTRZEBOWSKI „Stærsti skandall í sögu pólskrar knattspyrnu! Komið ykkur allir burt! Sjáið 75 myndir frá skömminni.“ Svona hljómar fyrirsögn á stuðningsmannasíðu Lech Poznan, kkslech.com, sem fylgdist með leik liðsins gegn Stjörnunni í beinni textalýsingu í Poznan í gærkvöldi. Eins og allir vita skildu liðin jöfn, markalaus, en þau úrslit dugðu Stjörnunni áfram í umspilið fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar á meðan Pólverjarnir sitja eftir með sárt ennið. „Þetta er ekki bara mesti skandallinn í sögu Lech Poznan, heldur vandræðalegustu úrslit í sögu pólskra félagsliða,“ segir í fréttinni.Jóhann Laxdal og svekktur leikmaður Poznan í leikslok.VÍSIR/ADAM JASTRZEBOWSKIStuðningsmaðurinn, eða mennirnir, sem sáu um að uppfæra lesendur á síðunni voru vægast sagt sturlaðir af reiði í leikslok. „Við, sem klæðumst þessari sömu treyju og leikmennirnir, eigum ekkert sameiginlegt með þeim. Þið vanvirðið okkur. Við viljum ekki tengjast þessum mönnum lengur,“ var skrifað í textalýsinguna þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Stjörnumönnum er hrósað mikið og bent á að stuðningsmenn Poznan hafi klappað fyrir Garðabæjarliðinu. „Við virðum Íslendingana. Þeir eru áhugamenn og fela það ekki. Þeir vörðust í báðum leikjum og nýttu sér einu mistökin okkar,“ er sagt. Síðan var að hruni komin vegna álags í gær, en lesendum var bent margsinnis á það að fara ekki út úr textalýsingunni því forsíðan var niðri. Svo mikill var áhuginn á leiknum, eða væntanlega þessum óvæntu úrslitum.Mariusz Rumak óttast að missa starfið.VÍSIR/ADAM JASTRZEBOWSKI„Þetta er það versta sem ég hef upplifað,“ sagði markvörðurinn KrzysztofKotorowski á blaðamannafundi eftir leikinn, og þjálfarinn MariuszRumak var svo spurður út í stöðu sína. „Það er ekki hægt að vinna leik þar sem maður skýtur ekki á markið. Nú þarf ég að hitta stjórnina á morgun og ræða framtíð mína. Ég veit ekki hvað gerist og ég veit heldur ekki af hverju við unnum ekki leikinn,“ sagði þjálfarinn. Gærdagurinn og dagurinn í dag hafa ekkert verið neitt sérstakir fyrir pólska knattspyrnu. Fyrst féll liðið sem hafnaði í öðru sæti í fyrra, Lech Poznan, úr leik í Evrópudeildinni og í dag var meisturum Legia Varsjár hent úr Meistaradeildinni. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Arnar Már fékk draum sinn uppfylltan Arnar Már Björgvinsson fær að spila á San Siro. 8. ágúst 2014 11:33 Inter ekki tilbúið að víxla á leikdögum | Boltinn hjá UEFA Inter er hvorki tilbúið að færa fyrri leik liðsins gegn Stjörnunni fram um tvo daga né víxla á leikjum og liggur boltinn því hjá evrópska knattspyrnusambandinu að finna sameiginlega lausn. 8. ágúst 2014 13:15 Præst mögulega með slitið krossband Miðjumaðurinn öflugi meiddist í leiknum gegn Lech Poznan og tímabilið mögulega búið hjá Dananum. 8. ágúst 2014 14:34 Stjarnan mætir Inter Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag. 8. ágúst 2014 11:10 Stuðningsmenn Poznan fögnuðu Stjörnumönnum í leikslok Sem kunnugt er komust Stjörnumenn áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan í Póllandi í gær. 8. ágúst 2014 08:08 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira
„Stærsti skandall í sögu pólskrar knattspyrnu! Komið ykkur allir burt! Sjáið 75 myndir frá skömminni.“ Svona hljómar fyrirsögn á stuðningsmannasíðu Lech Poznan, kkslech.com, sem fylgdist með leik liðsins gegn Stjörnunni í beinni textalýsingu í Poznan í gærkvöldi. Eins og allir vita skildu liðin jöfn, markalaus, en þau úrslit dugðu Stjörnunni áfram í umspilið fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar á meðan Pólverjarnir sitja eftir með sárt ennið. „Þetta er ekki bara mesti skandallinn í sögu Lech Poznan, heldur vandræðalegustu úrslit í sögu pólskra félagsliða,“ segir í fréttinni.Jóhann Laxdal og svekktur leikmaður Poznan í leikslok.VÍSIR/ADAM JASTRZEBOWSKIStuðningsmaðurinn, eða mennirnir, sem sáu um að uppfæra lesendur á síðunni voru vægast sagt sturlaðir af reiði í leikslok. „Við, sem klæðumst þessari sömu treyju og leikmennirnir, eigum ekkert sameiginlegt með þeim. Þið vanvirðið okkur. Við viljum ekki tengjast þessum mönnum lengur,“ var skrifað í textalýsinguna þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Stjörnumönnum er hrósað mikið og bent á að stuðningsmenn Poznan hafi klappað fyrir Garðabæjarliðinu. „Við virðum Íslendingana. Þeir eru áhugamenn og fela það ekki. Þeir vörðust í báðum leikjum og nýttu sér einu mistökin okkar,“ er sagt. Síðan var að hruni komin vegna álags í gær, en lesendum var bent margsinnis á það að fara ekki út úr textalýsingunni því forsíðan var niðri. Svo mikill var áhuginn á leiknum, eða væntanlega þessum óvæntu úrslitum.Mariusz Rumak óttast að missa starfið.VÍSIR/ADAM JASTRZEBOWSKI„Þetta er það versta sem ég hef upplifað,“ sagði markvörðurinn KrzysztofKotorowski á blaðamannafundi eftir leikinn, og þjálfarinn MariuszRumak var svo spurður út í stöðu sína. „Það er ekki hægt að vinna leik þar sem maður skýtur ekki á markið. Nú þarf ég að hitta stjórnina á morgun og ræða framtíð mína. Ég veit ekki hvað gerist og ég veit heldur ekki af hverju við unnum ekki leikinn,“ sagði þjálfarinn. Gærdagurinn og dagurinn í dag hafa ekkert verið neitt sérstakir fyrir pólska knattspyrnu. Fyrst féll liðið sem hafnaði í öðru sæti í fyrra, Lech Poznan, úr leik í Evrópudeildinni og í dag var meisturum Legia Varsjár hent úr Meistaradeildinni.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Arnar Már fékk draum sinn uppfylltan Arnar Már Björgvinsson fær að spila á San Siro. 8. ágúst 2014 11:33 Inter ekki tilbúið að víxla á leikdögum | Boltinn hjá UEFA Inter er hvorki tilbúið að færa fyrri leik liðsins gegn Stjörnunni fram um tvo daga né víxla á leikjum og liggur boltinn því hjá evrópska knattspyrnusambandinu að finna sameiginlega lausn. 8. ágúst 2014 13:15 Præst mögulega með slitið krossband Miðjumaðurinn öflugi meiddist í leiknum gegn Lech Poznan og tímabilið mögulega búið hjá Dananum. 8. ágúst 2014 14:34 Stjarnan mætir Inter Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag. 8. ágúst 2014 11:10 Stuðningsmenn Poznan fögnuðu Stjörnumönnum í leikslok Sem kunnugt er komust Stjörnumenn áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan í Póllandi í gær. 8. ágúst 2014 08:08 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira
Arnar Már fékk draum sinn uppfylltan Arnar Már Björgvinsson fær að spila á San Siro. 8. ágúst 2014 11:33
Inter ekki tilbúið að víxla á leikdögum | Boltinn hjá UEFA Inter er hvorki tilbúið að færa fyrri leik liðsins gegn Stjörnunni fram um tvo daga né víxla á leikjum og liggur boltinn því hjá evrópska knattspyrnusambandinu að finna sameiginlega lausn. 8. ágúst 2014 13:15
Præst mögulega með slitið krossband Miðjumaðurinn öflugi meiddist í leiknum gegn Lech Poznan og tímabilið mögulega búið hjá Dananum. 8. ágúst 2014 14:34
Stjarnan mætir Inter Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag. 8. ágúst 2014 11:10
Stuðningsmenn Poznan fögnuðu Stjörnumönnum í leikslok Sem kunnugt er komust Stjörnumenn áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan í Póllandi í gær. 8. ágúst 2014 08:08