Íslenski boltinn

Sérstakir mótsmiðar fyrir undankeppni EM

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Þórir Hákonarson
Þórir Hákonarson Vísir/Daníel
Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti í dag að sérstakir mótsmiðar verði seldir fyrir undankeppni EM en hægt verður að kaupa miða á alla leiki karlalandsliðsins í undankeppninni í einu.

Hægt verður að kaupa í þrjú svæði fyrir alla leiki í undankeppni EM og verða 130 miðar í hvert svæði, um 400 miðar alls. Verðið á miðanum verður 10 þúsund fyrir þann ódýrasta, 15 þúsund og 25 þúsund krónur fyrir þann dýrasta.

Ef áhugi verður mikill verða fleiri miðar gefnir út en ekkert þak er á því hversu marga miða sambandið getur selt samkvæmt Þóri Hákonarsyni, framkvæmdarstjóra KSÍ. Mun hver og einn aðili geta keypt 8 miða á hverja kennitölu.

Sala mótsmiða hefst á mánudaginn en þeir sem kaupa mótsmiða fá einnig forkaupsrétt á æfingarleiki íslenska liðsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×