Íslenski boltinn

Ný treyja fótboltalandsliðsins kynnt

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Styrmir Gíslason úr Tólfunni og Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, með nýju treyjuna í höfuðstöðvum KSÍ í dag.
Styrmir Gíslason úr Tólfunni og Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, með nýju treyjuna í höfuðstöðvum KSÍ í dag. vísir/daníel
Ný treyja landsliðanna í fótbolta var kynnt á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, en hún verður tekin í notkun fyrir undankeppni EM 2016 sem hefst í haust. Ísland mætir Tyrklandi í fyrsta leik í september.

Nýja treyjan er vitaskuld blá, en með hvítri og rauðri láréttri línu yfir brjóstið, ekki ósvipað búningi Sampdoria á Ítalíu. Nokkuð smekkleg.

Tólfan, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins, fékk afhenta treyju fyrir sín störf frá Þóri Hákonarsyni, framkvæmdastjóra KSÍ.

Bandaríski hönnuðurinn Matthew Wolff, sem starfar fyrir MLS-liðið New York City FC, tók það upp hjá sjálfum sér að endurhanna íslensku landsliðstreyjuna, en hann birti mynd af henni á Twitter-síðu sinni í gær.

Hann var aðeins of seinn því KSÍ var fyrir löngu búið að panta nýja treyju frá Errea sem er með samning við knattspyrnusambandið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×