Íslenski boltinn

Á þetta að vera nýja landsliðstreyja Íslands?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Heimavallartreyjan sem Wolff hannaði.
Heimavallartreyjan sem Wolff hannaði. mynd/twitter
Matthew Wolff , bandarískur hönnuður sem starfar fyrir nýja MLS-liðið New York City FC, tók það upp hjá sjálfum sér að endurhanna íslensku landsliðstreyjurnar í fótbolta.

Hann notast í grunninn við Nike-treyjurnar sem bandaríska landsliðið var í á HM í Brasilíu, en íslenska landsliðið spilar í Errea.

Treyjurnar eru glæsilegar, en Wolff endurhannar einnig merki KSÍ og gerir það mun „íslenskara“ með stöfum í líkingu við rúnir.

Wolff segir á Twitter að hann hafi ekki verið beðinn um þetta, en vill ólmur að KSÍ sjái hönnun hans.

Hann vill að heimaleikjatreyjan sé hvít, en Ísland spilar ávallt heima í bláu. Spurningin er: Hvernig líst Íslendingum á þessa nýju hönnun?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×