Hengja upp barnaföt fyrir hvert dáið barn á Gasa Heimir Már Pétursson skrifar 6. ágúst 2014 13:44 Fundurinn verður haldinn á Silfurtorgi. vísir/AÐSEND Konur á Ísafirði boða til mótmæla- og minningarfundar á Silfurtorgi í dag um öll þau börn sem fallið hafa í átökunum á Gaza. En fleiri börn hafa fallið á Gaza en sækja Grunnskólann á Ísafirði. Fundurinn hefst á Silfurtorgi í miðbæ Ísafjarðar klukkan fimm mínútur yfir fimm og er haldinn til að mótmæla blóðbaðinu sem átt hefur sér stað á Gaza-svæðinu í Palestínu síðustu vikurnar. Jóna Benediktsdóttir aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Ísafirði er ein þeirra kvenna sem skipuleggja útifundinn. Hún segir eitt skera sig algerlega úr átökunum á Gaza frá mörgum fyrri átökum. „Er það hversu börnin á gazasvæðinu verða hræðilega illa úti. Okkur tekur það svo sárt þannig að við ætlum að hengja upp að minnsta kosti eina flík til minningar um hvert barn sem við höfum tölulegar upplýsingar um að hafi verið drepið í þessum átökum,“ segir Jóna. Snúrur með barnafötunum muni síðan standa á torginu í tvo daga. Jóna segir konurnar sem skipuleggja fundinn séu ekki að taka neina afstöðu í átökum Palestínumanna og Ísraela en sé eins og öðrum gjörsamlega misboðið hvernig saklaus börn hafi orðið úti í átökunum. Nú sé talið að um 300 börn hafi fallið á Gaza. Jóna er aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Ísafirði og kannast við þessa tölu. „Ég kannast við þessa tölu og hún er hærri en fjöldi barna í skólanum hjá okkur. Það er hrikalegt að vera manneskja og horfa upp á þetta og geta ekkert gert,“ segir Jóna. Auk gjörningsins munu Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi þingmaður og Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri flytja stutt ávörp. Þá mun Herdís Hubner, móðir Eiríks Arnar skálds, lesa upp úr nýlegri netbók hans „Viljaverk í Palestínu,“ sem kallast á við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk, „Slysaskot í Palestínu.“ Jóna telur mótmælin hafa merkingu þrátt fyrir að nú sé vopnahlé á Gaza, slík vopnahlé hafi margsinnis verið rofin áður. „Svo finnst okkur líka, fyrir okkur og fyrir alþjóðasamfélagið að það þurfi að senda skýr skilaboð. Auðvitað er stríð allataf hörmulegt og á ekki að vera réttlætanlegt. En það að börn séu beinlínis skotmörk í stríði getum við ekki liðið,“ segir Jóna Benediktsdóttir aðstoðarskólastjóri. Gasa Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Konur á Ísafirði boða til mótmæla- og minningarfundar á Silfurtorgi í dag um öll þau börn sem fallið hafa í átökunum á Gaza. En fleiri börn hafa fallið á Gaza en sækja Grunnskólann á Ísafirði. Fundurinn hefst á Silfurtorgi í miðbæ Ísafjarðar klukkan fimm mínútur yfir fimm og er haldinn til að mótmæla blóðbaðinu sem átt hefur sér stað á Gaza-svæðinu í Palestínu síðustu vikurnar. Jóna Benediktsdóttir aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Ísafirði er ein þeirra kvenna sem skipuleggja útifundinn. Hún segir eitt skera sig algerlega úr átökunum á Gaza frá mörgum fyrri átökum. „Er það hversu börnin á gazasvæðinu verða hræðilega illa úti. Okkur tekur það svo sárt þannig að við ætlum að hengja upp að minnsta kosti eina flík til minningar um hvert barn sem við höfum tölulegar upplýsingar um að hafi verið drepið í þessum átökum,“ segir Jóna. Snúrur með barnafötunum muni síðan standa á torginu í tvo daga. Jóna segir konurnar sem skipuleggja fundinn séu ekki að taka neina afstöðu í átökum Palestínumanna og Ísraela en sé eins og öðrum gjörsamlega misboðið hvernig saklaus börn hafi orðið úti í átökunum. Nú sé talið að um 300 börn hafi fallið á Gaza. Jóna er aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Ísafirði og kannast við þessa tölu. „Ég kannast við þessa tölu og hún er hærri en fjöldi barna í skólanum hjá okkur. Það er hrikalegt að vera manneskja og horfa upp á þetta og geta ekkert gert,“ segir Jóna. Auk gjörningsins munu Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi þingmaður og Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri flytja stutt ávörp. Þá mun Herdís Hubner, móðir Eiríks Arnar skálds, lesa upp úr nýlegri netbók hans „Viljaverk í Palestínu,“ sem kallast á við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk, „Slysaskot í Palestínu.“ Jóna telur mótmælin hafa merkingu þrátt fyrir að nú sé vopnahlé á Gaza, slík vopnahlé hafi margsinnis verið rofin áður. „Svo finnst okkur líka, fyrir okkur og fyrir alþjóðasamfélagið að það þurfi að senda skýr skilaboð. Auðvitað er stríð allataf hörmulegt og á ekki að vera réttlætanlegt. En það að börn séu beinlínis skotmörk í stríði getum við ekki liðið,“ segir Jóna Benediktsdóttir aðstoðarskólastjóri.
Gasa Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira