Rolf Toft: Var góður í maganum í gær Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. ágúst 2014 12:30 Rolf Toft hefur komið vel inn í lið Stjörnunnar. vísir/daníel Rolft Toft, danski framherjinn í liði Stjörnunnar, var hetja liðsins í gær þegar það vann sögulegan sigur á pólska stórliðinu Lech Poznan, 1-0, í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Hann skoraði sigurmarkið á 48. mínútu. Lech Poznan hafnaði í öðru sæti pólsku úrvalsdeildarinnar í fyrra, en til marks um styrkleika hennar, þá er vert að benda á 4-1 sigur meistaranna í Legía Varsjá á Celtic á þriðjudagskvöldið. Þar brenndu Varsjár-menn einnig af tveimur vítaspyrnum. „Þetta var frábær sigur því þetta er alveg frábært lið. Það vill spila boltanum hratt, en við vorum skipulagðir og þeir áttu í vandræðum með að opna okkur,“ segir Rolf Toft í samtali við Vísi. „Þeir eru betri en við, en í gær gekk allt upp og við lokuðum á þá. Þetta var alveg frábært. Stuðningsmennirnir voru magnaðir og sigurinn glæsilegur.“ Þjálfari Poznan kvartaði undan gervigrasinu í Garðabænum í gær og sagði Stjörnumenn ekki hafa viljað spila fótbolta. Toft býst við öðruvísi leik ytra. „Þeir eru með stærri völl sem verður bleyttur þannig þeir geta spilað sinn bolta með stuttum sendignum. Stuðningsmennirnir þeirra eru rosalegir líka þannig þetta verður upplifun, en líka rosalega erfiður leikur. Við eigum samt möguleika vil ég meina,“ segir Daninn. Toft kom til Stjörnunnar í síðasta mánuði til að leysa af samlanda sinn Jeppe Hansen. Toft byrjar vel. Hann fiskaði víti í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni gegn Motherwell, skoraði í fyrsta deildarleiknum gegn Fylki, skoraði jöfnunarmark á 86. mínútu í heimaleiknum gegn Motherwell og svo sigurmarkið í gær. „Byrjunin er búin að vera frábær. Ég gæti ekki beðið um meira,“ segir Toft sem þurfti eins og frægt er orðið að fara á klósettið í framlengingunni gegn Motherwell í síðustu viku. Hann þurfti ekki frá að hverfa í gær, heldur spilaði allar 90 mínúturnar án klósettferðar í miðjum leik. „Ég var ekki jafnslæmur í maganum í gær. Þetta slapp til,“ segir Rolft Toft léttur áður en hann heldur á hádegisæfingu á Samsung-vellinum. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Rolft Toft, danski framherjinn í liði Stjörnunnar, var hetja liðsins í gær þegar það vann sögulegan sigur á pólska stórliðinu Lech Poznan, 1-0, í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Hann skoraði sigurmarkið á 48. mínútu. Lech Poznan hafnaði í öðru sæti pólsku úrvalsdeildarinnar í fyrra, en til marks um styrkleika hennar, þá er vert að benda á 4-1 sigur meistaranna í Legía Varsjá á Celtic á þriðjudagskvöldið. Þar brenndu Varsjár-menn einnig af tveimur vítaspyrnum. „Þetta var frábær sigur því þetta er alveg frábært lið. Það vill spila boltanum hratt, en við vorum skipulagðir og þeir áttu í vandræðum með að opna okkur,“ segir Rolf Toft í samtali við Vísi. „Þeir eru betri en við, en í gær gekk allt upp og við lokuðum á þá. Þetta var alveg frábært. Stuðningsmennirnir voru magnaðir og sigurinn glæsilegur.“ Þjálfari Poznan kvartaði undan gervigrasinu í Garðabænum í gær og sagði Stjörnumenn ekki hafa viljað spila fótbolta. Toft býst við öðruvísi leik ytra. „Þeir eru með stærri völl sem verður bleyttur þannig þeir geta spilað sinn bolta með stuttum sendignum. Stuðningsmennirnir þeirra eru rosalegir líka þannig þetta verður upplifun, en líka rosalega erfiður leikur. Við eigum samt möguleika vil ég meina,“ segir Daninn. Toft kom til Stjörnunnar í síðasta mánuði til að leysa af samlanda sinn Jeppe Hansen. Toft byrjar vel. Hann fiskaði víti í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni gegn Motherwell, skoraði í fyrsta deildarleiknum gegn Fylki, skoraði jöfnunarmark á 86. mínútu í heimaleiknum gegn Motherwell og svo sigurmarkið í gær. „Byrjunin er búin að vera frábær. Ég gæti ekki beðið um meira,“ segir Toft sem þurfti eins og frægt er orðið að fara á klósettið í framlengingunni gegn Motherwell í síðustu viku. Hann þurfti ekki frá að hverfa í gær, heldur spilaði allar 90 mínúturnar án klósettferðar í miðjum leik. „Ég var ekki jafnslæmur í maganum í gær. Þetta slapp til,“ segir Rolft Toft léttur áður en hann heldur á hádegisæfingu á Samsung-vellinum.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39