Skilyrðislausu vopnahléi hefur verið komið á milli Ísraelhers og Hamas. Það mun standa í 72 tíma, eða þrjá sólarhringa en það hófst klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma.
Til stendur að hefja friðaruleitanir í Kæró innan tíðar. Ísraelsmenn segjast þó ætla að leggja á rúst göng sem Hamas hefur grafið frá Gasa og yfir í Ísrael.
Meira en 1.450 Palestínumenn hafa látið lífið síðan átökin hófust 8. júlí, flestir óbreyttir borgarar. Sextíu og einn Ísraelskur hermaður hefur fallið í átökunum, tveir óbreyttir borgarar hafa látið lífið og einn af tælensku þjóðerni, verkamaður sem starfaði í Ísrael.

