Íslenskur 50 króna seðill seldist á 2,2 milljónir Snærós Sindradóttir skrifar 19. ágúst 2014 12:20 Þessi seðill seldist á 2,2 milljónir króna á uppboði í Bandaríkjunum 50 krónu-seðill frá árinu 1904, útgefinn af Íslandsbanka, seldist á tæplega 16.500 dollara á uppboði í Chicago hjá bandaríska uppboðsfyrirtækinu Stack’s Bowers í liðinni viku. Að viðbættri uppboðsþóknun greiðir kaupandinn um 19.300 dollara fyrir þennan fallega seðil, eða rúmlega 2,2, milljónir króna. Einnig seldist á uppboðinu 100 króna seðill frá árinu 1927, útgefinn af Landsbanka Íslands, á um 1,6 milljónir króna, en sá seðill fór aldrei í dreifingu á sínum tíma.Flestir á yfir tvöföldu matsverðiÞriðji seðillinn, 50 krónu seðill frá árinu 1921, fór á 800 þúsund krónur, fjórði, 10 krónu seðill frá árinu 1920, á 720 þúsund krónur og sá fimmti, 10 krónu seðill frá Landdsjoði, á 560 þúsund krónur. Allir umræddir seðlar fóru á allt að eða yfir tvöföldu matsverði, en þess ber að geta að upphafsverð muna á uppboðum eru allra jafna mun lægra en markaðsverð þeirra til að örva bjóðendur. Alls seldust íslenskir seðlar á uppboðinu fyrir um tíu milljónir króna. Einnig voru boðnir upp stórriddarakross og riddarakrossar en þeir seldust á mun lægra verði, sá dýrasti á aðeins 72 þúsund krónur, en það mun vera talsvert undir gangverði.Seldi mynt fyrir 1,1, milljarðUppboðsfyrirtækið Stack’s Bowers á rætur að rekja til hins áttræða fyrirtækis Stack‘s, elsta uppboðsfyrirtækis á sviði fágætra seðla og mynta í Bandaríkjunum, en það sameinaðist Bowers and Marena Auctions fyrir þremur árum síðan. Fyrirtækið státar sig meðal annars af því að hafa boðið upp þá mynt sem selst hefur dýrustu verði í heiminum, Flowing Hair Silver Dollar frá árinu 1794, en hún seldist á uppboði í New York á rúmlega 10 milljónir dollara í janúar í fyrra, eða rúmlega 1,1 milljarð króna. Sala á gömlum seðlum og mynt hefur verið í miklum blóma í Bandaríkjunum og víðar í heiminum seinustu misseri, eftirspurn verið mikil og mörg met verið slegin. Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
50 krónu-seðill frá árinu 1904, útgefinn af Íslandsbanka, seldist á tæplega 16.500 dollara á uppboði í Chicago hjá bandaríska uppboðsfyrirtækinu Stack’s Bowers í liðinni viku. Að viðbættri uppboðsþóknun greiðir kaupandinn um 19.300 dollara fyrir þennan fallega seðil, eða rúmlega 2,2, milljónir króna. Einnig seldist á uppboðinu 100 króna seðill frá árinu 1927, útgefinn af Landsbanka Íslands, á um 1,6 milljónir króna, en sá seðill fór aldrei í dreifingu á sínum tíma.Flestir á yfir tvöföldu matsverðiÞriðji seðillinn, 50 krónu seðill frá árinu 1921, fór á 800 þúsund krónur, fjórði, 10 krónu seðill frá árinu 1920, á 720 þúsund krónur og sá fimmti, 10 krónu seðill frá Landdsjoði, á 560 þúsund krónur. Allir umræddir seðlar fóru á allt að eða yfir tvöföldu matsverði, en þess ber að geta að upphafsverð muna á uppboðum eru allra jafna mun lægra en markaðsverð þeirra til að örva bjóðendur. Alls seldust íslenskir seðlar á uppboðinu fyrir um tíu milljónir króna. Einnig voru boðnir upp stórriddarakross og riddarakrossar en þeir seldust á mun lægra verði, sá dýrasti á aðeins 72 þúsund krónur, en það mun vera talsvert undir gangverði.Seldi mynt fyrir 1,1, milljarðUppboðsfyrirtækið Stack’s Bowers á rætur að rekja til hins áttræða fyrirtækis Stack‘s, elsta uppboðsfyrirtækis á sviði fágætra seðla og mynta í Bandaríkjunum, en það sameinaðist Bowers and Marena Auctions fyrir þremur árum síðan. Fyrirtækið státar sig meðal annars af því að hafa boðið upp þá mynt sem selst hefur dýrustu verði í heiminum, Flowing Hair Silver Dollar frá árinu 1794, en hún seldist á uppboði í New York á rúmlega 10 milljónir dollara í janúar í fyrra, eða rúmlega 1,1 milljarð króna. Sala á gömlum seðlum og mynt hefur verið í miklum blóma í Bandaríkjunum og víðar í heiminum seinustu misseri, eftirspurn verið mikil og mörg met verið slegin.
Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira