Einar Bárðar kemur öllum í opna skjöldu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 16:32 Einar Bárðar við píanóið og Rúnar og Jói fylgjast spenntir með. Mynd/Bylgjan Athafnamaðurinn Einar Bárðarson kom öllum í opna skjöldu í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni um helgina þegar hann flutti frumsamda lagið Ég sé í beinni útsendingu. Einar hefur löngum gengið undir nafninu Umboðsmaður Íslands enda gerði hann hljómsveitir á borð við Skítamóral og Nylon frægar. Færri vissu þó að Einar byggi yfir slíkum sönghæfileikum og raun bar vitni á Bylgjunni. Ég sé er hugljúf ballaða sem hefur heldur betur runnið ljúflega ofan í landsmenn. Bakaríinu er stjórnað af leikurunum Rúnari Frey og Jóhannesi Hauki og hafa margir skrifað athugasemdir við flutning Einars á Facebook-síðum þeirra sem og hjá Einari sjálfum. Meðal þeirra eru hjónin Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Geir Sveinsson. „Vá! Algjörlega frábær flutningur hjá þér!!! Þetta lag er líka alveg einstakt!“ skrifar Jóhanna og Geir tekur í sama streng. „Einar minn...algjör snilld! Hefði ekki verið slæmt að þú hefðir tekið þetta hjá "okkur" !“ skrifar Geir og vísar eflaust í brúðkaup þeirra Jóhönnu sem var haldið fyrr í sumar. Þá hvetur Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon Einar til þess að gefa út sólóplötu. „Frábær flutningur. Röddin frábær og píanóleikurinn óaðfinnanlegur. Einar Bárðarson kemur sífellt á óvart! Sólaplata löngu tímabær.“ Hlustið á flutning Einars hér. Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Athafnamaðurinn Einar Bárðarson kom öllum í opna skjöldu í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni um helgina þegar hann flutti frumsamda lagið Ég sé í beinni útsendingu. Einar hefur löngum gengið undir nafninu Umboðsmaður Íslands enda gerði hann hljómsveitir á borð við Skítamóral og Nylon frægar. Færri vissu þó að Einar byggi yfir slíkum sönghæfileikum og raun bar vitni á Bylgjunni. Ég sé er hugljúf ballaða sem hefur heldur betur runnið ljúflega ofan í landsmenn. Bakaríinu er stjórnað af leikurunum Rúnari Frey og Jóhannesi Hauki og hafa margir skrifað athugasemdir við flutning Einars á Facebook-síðum þeirra sem og hjá Einari sjálfum. Meðal þeirra eru hjónin Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Geir Sveinsson. „Vá! Algjörlega frábær flutningur hjá þér!!! Þetta lag er líka alveg einstakt!“ skrifar Jóhanna og Geir tekur í sama streng. „Einar minn...algjör snilld! Hefði ekki verið slæmt að þú hefðir tekið þetta hjá "okkur" !“ skrifar Geir og vísar eflaust í brúðkaup þeirra Jóhönnu sem var haldið fyrr í sumar. Þá hvetur Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon Einar til þess að gefa út sólóplötu. „Frábær flutningur. Röddin frábær og píanóleikurinn óaðfinnanlegur. Einar Bárðarson kemur sífellt á óvart! Sólaplata löngu tímabær.“ Hlustið á flutning Einars hér.
Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira