Íslenski boltinn

Rúnar: Kjartan Henry veit hvar boltinn kemur

Rúnar tolleraður í leikslok.
Rúnar tolleraður í leikslok. Vísir/AndriMarinó
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var kampakátur í leikslok þegar Guðjón Guðmundsson greip hann í viðtal strax eftir sigur KR á Keflavík í úrslitaleik Borgunarbikarsins.

„Þetta var erfitt og við áttum von á því," sagði Rúnar í leikslok.

„Við lékum gegn sterkum vindi í síðari hálfleik. Okkur gekk illa að hemja boltann og það var mikið að feilsendingum. Það var mjög sterkt að koma svona snemma til baka eftir að þeir höfðu komist yfir

„Það hefði verið allt í lagi að fara í framlengingu. Við vorum miklu betri aðilinn í síðari hálfleik og stjórnuðum þessum leik frá A-Ö í síðari hálfleik og eigum þennan sigur fyllilega skilið."

„Þeir léku hrikalega góðan varnarleik og við vorum í basli með að leysa það. Við urðum að vera þolinmóðir og við biðum eftir að fá tækifæri."

„Kjartan Henry er alltaf á réttum stað og hann veit hvar boltinn endar þegar fyrirgjafirnar eru á leiðinni."

„Það skiptir engu máli hvernig staðan er í deildinni, en við ætluðum okkur þennan bikar. Við viljum alltaf vinna og við eigum þennan sigur fyllilega skilið," sagði Rúnar Kristinsson kampakátur í leikslok.


Tengdar fréttir

Kristján: Kjánalegt mark undir lokin

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var hundfúll í leikslok eftir 2-1 tap gegn KR, í úrslitaleik Borgunarbikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×