Íslenski boltinn

Kristján: Kjánalegt mark undir lokin

Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. Vísir/AndriMarinó
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var hundfúll í leikslok eftir 2-1 tap gegn KR, í úrslitaleik Borgunarbikarsins.

„Við misstum aðeins dampinn í síðari hálfleik og hefðum þurft að halda boltanum betur í síðari hálfleik," sagði Kristján Guðmundsson í samtali við Guðjón Guðmundsson í leikslok.

„Við vissum að við yrðum minna með boltann, en heilt yfir var leikurinn fínn. Það sem við settum upp gekk vel og við erum rosa ánægðir með það."

„Strákarnir unnu vel út úr því sem við lögðum upp með og það er frábært. Við urðum að setja mark á þá og það tókst, en ákaflega svekkjandi að fá á sig mark úr horni. Við erum mjög ósáttir með það og þetta er dálítið kjánalegt mark undir lokin," sagði Kristján hundfúll í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×