Íslenski boltinn

Bikarúrslitaleikurinn í beinni á Vísi

Tinni Sveinsson skrifar
Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR, og Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur.
Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR, og Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur. KSÍ/HILMAR ÞÓR
KR og Keflavík mætast í Laugardalnum klukkan 16 í úrslitaleik Borgunarbikar karla. Stöð 2 Sport sýnir beint frá leiknum í opinni dagskrá og verður útsendingunni einnig streymt hér á Vísi.

Veislan hefst klukkutíma fyrr, klukkan 15, en þá hefst skemmtilegur upphitunarþáttur fyrir úrslitaleikinn.

Hægt er að horfa í spilaranum hér fyrir ofan og á sjónvarpssíðu Vísis.

KR hefur gengið frábærlega í bikarkeppninni á undanförnum árum. Leikurinn í dag er fimmti bikarúrslitaleikur Vesturbæjarliðsins á síðustu sjö árum og sá fjórði á síðustu fimm. Síðan Rúnar Kristinsson tók við KR um mitt sumar 2010 hefur liðið unnið 18 af 20 bikarleikjum sínum. 

Keflavík hefur fjórum sinnum orðið bikarmeistari; 1975, 1997, 2004 og 2006. Magnús Sverrir Þorsteinsson, Einar Orri Einarsson og Kristján Guðmundsson þjálfari voru með þegar liðið vann fyrir átta árum og Magnús Hörður Sveinsson og Haraldur Freyr Guðmundsson unnu bikarinn 2004.

Bikarúrslitaleikurinn verður síðan að sjálfsögðu einnig í beinni textalýsingu hér á Vísi.




Tengdar fréttir

Hver man hvað gerðist fyrir 50 árum?

Guðjón Guðmundsson ræddi við tvær kempur úr Keflavík og KR sem urðu meistarar 1964, en liðin mætast í úrslitum Borgunarbikarsins í dag.

Pressan er á Íslandsmeisturunum

KR og Keflavík mætast í 54. úrslitaleik bikarkeppni KSÍ en í báðum liðum eru leikmenn sem búa yfir mikilli reynslu af bikarúrslitaleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×