Íslenski boltinn

Dómarar skila ítarlegu erindi vegna gruns um kynþáttaníð í Eyjum

Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifar
Grunur leikur á að Farid Zato hafi orðið fyrir barðinu á kynþáttaníði í Vestmannaeyjum
Grunur leikur á að Farid Zato hafi orðið fyrir barðinu á kynþáttaníði í Vestmannaeyjum Vísir/Daníel Rúnarsson
Dómarar í leik ÍBV í KR í undanúrslitum bikarsins í Vestmanneyjum  31. júlí síðastliðinn skiluðu inn ítarlegu erindi til KSÍ vegna meints kynþáttaníðs stuðningsmanna ÍBV í garð Tógómannsins Farid Zato hjá KR á meðan leiknum stóð. Málið verður tekið fyrir á fundi aganefndar sambandsins í dag.

Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttamaður Vísis bar það undir hann. Gunnar Jarl stöðvaði leikinn umrædda vegna fúkyrðaflaums áhorfenda og var tilkynning lesin upp í hátalakerfi vallarsins í kjölfarið þar sem áhorfendur voru beðnir um að haga sér með mannsæmandi hætti.

Eyjamenn eiga yfir höfði sér að minnsta kosti 150 þúsund króna sekt en í 16. grein reglugerðar KSÍ þar sem fallað er um mismunun kemur að fram að „Ef stuðnings­menn liðs brjóta gegn ákvæði 16.1.1. á meðan leik stend­ur skal viðkom­andi fé­lag sæta sekt að lág­marki kr. 150.000 án til­lits til sak­næmr­ar hátt­semi eða yf­ir­sjón­ar fé­lags.“


Tengdar fréttir

Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins

KR hefur hent ÍBV úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Nú mætast liðin á ný í Eyjum. Matt Garner segir bikarinn hafa bjargað tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×