Frábært lokakvöld á vel heppnaðri Act Alone Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. ágúst 2014 21:45 Arnar Jónsson Vísir/Ágúst G. Atlason Einleikjahátiðinni Act Alone lauk í hádeginu með einsöngstónleikum Bjarna Ara í félagsheimilinu á Suðureyri. Hápunktur hátíðarinnar var Sveinsstykki Þorvalds Þorsteinssonar heitins, með Arnari Jónssyni í aðalhlutverki, en verkinu leikstýrði eiginkona Arnars Þórhildur Þorleifsdóttir. Verkið stendur fjölskyldu Arnars og Þórhildar nærri, en Þorleifur Örn, sonur þeirra hjóna, pantaði verkið af Þorvaldi fyrir sextugsafmæli föður síns. Þremur vikum eftir að verkið var pantað hringdi Þorvaldur í Þorleif og sagðist ekkert almennilegt geta gert fyrir stórleikarann, og hann væri með ritstíflu. Þorleifur útskýrði þá fyrir Þorvaldi að verkið þyrfti ekki að vera neitt stórvirki. Nokkru síðar fæddist Sveinn, aðalpersóna Sveinsstykkis. Verkið er sannarlega vel samið, þótt látlaust sé og eldist mjög vel. Arnar átti sannkallaðan stórleik í félagsheimilinu á Suðureyri.Benedikt Karl GröndalVísir/Ágúst G. AtlasonÞá var einleikurinn Múrsteinn sýndur í Þurrkverinu í gærkvöldi. Í aðalhlutverki var Benedikt Karl Gröndal, sem lék á móti múrsteini og fórst það hreint ágætlega úr hendi. Leikstjóri verksins er Árni Kristjánsson, sem er á leið til Bretlands í frekar nám. Það verður spennandi að fylgjast með Árna á komandi árum. Villi Naglbítur sá um að skemmta börnum og foreldrum og komst nokkuð vel frá því. Verkefnaval hátíðarinnar var æði fjölbreytt og Elfari Loga Hannessyni, skipuleggjanda hátíðarinnar, tókst vel til, jafnvel betur en undanfarin ár. Samblandan á Act Alone af myndlist, gjörningalist, bókmenntum og einleikjum hélt gestum hátíðarinnar uppteknum og ánægðum allan tímann. Menning Tengdar fréttir Act Alone betri en nokkru sinni fyrr Einleikjahátíðin Act Alone er nú í fullum gangi á Suðureyri við Súgandafjörð. 9. ágúst 2014 14:13 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Einleikjahátiðinni Act Alone lauk í hádeginu með einsöngstónleikum Bjarna Ara í félagsheimilinu á Suðureyri. Hápunktur hátíðarinnar var Sveinsstykki Þorvalds Þorsteinssonar heitins, með Arnari Jónssyni í aðalhlutverki, en verkinu leikstýrði eiginkona Arnars Þórhildur Þorleifsdóttir. Verkið stendur fjölskyldu Arnars og Þórhildar nærri, en Þorleifur Örn, sonur þeirra hjóna, pantaði verkið af Þorvaldi fyrir sextugsafmæli föður síns. Þremur vikum eftir að verkið var pantað hringdi Þorvaldur í Þorleif og sagðist ekkert almennilegt geta gert fyrir stórleikarann, og hann væri með ritstíflu. Þorleifur útskýrði þá fyrir Þorvaldi að verkið þyrfti ekki að vera neitt stórvirki. Nokkru síðar fæddist Sveinn, aðalpersóna Sveinsstykkis. Verkið er sannarlega vel samið, þótt látlaust sé og eldist mjög vel. Arnar átti sannkallaðan stórleik í félagsheimilinu á Suðureyri.Benedikt Karl GröndalVísir/Ágúst G. AtlasonÞá var einleikurinn Múrsteinn sýndur í Þurrkverinu í gærkvöldi. Í aðalhlutverki var Benedikt Karl Gröndal, sem lék á móti múrsteini og fórst það hreint ágætlega úr hendi. Leikstjóri verksins er Árni Kristjánsson, sem er á leið til Bretlands í frekar nám. Það verður spennandi að fylgjast með Árna á komandi árum. Villi Naglbítur sá um að skemmta börnum og foreldrum og komst nokkuð vel frá því. Verkefnaval hátíðarinnar var æði fjölbreytt og Elfari Loga Hannessyni, skipuleggjanda hátíðarinnar, tókst vel til, jafnvel betur en undanfarin ár. Samblandan á Act Alone af myndlist, gjörningalist, bókmenntum og einleikjum hélt gestum hátíðarinnar uppteknum og ánægðum allan tímann.
Menning Tengdar fréttir Act Alone betri en nokkru sinni fyrr Einleikjahátíðin Act Alone er nú í fullum gangi á Suðureyri við Súgandafjörð. 9. ágúst 2014 14:13 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Act Alone betri en nokkru sinni fyrr Einleikjahátíðin Act Alone er nú í fullum gangi á Suðureyri við Súgandafjörð. 9. ágúst 2014 14:13