Íslenski boltinn

FH og Stjarnan unnu bæði - Framarar upp úr fallsæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Stefán
FH og Stjarnan héldu áfram sínu skriði í toppbaráttunni og unnu sína leiki í 18. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Sigrarnir voru hinsvegar afar ólíkir.

FH vann öruggan 4-0 sigur á nýliðum Fjölnis þar sem Steven Lennon skoraði tvö síðustu mörkin og Atli Guðnason var maðurinn á bak við þrjú þau fyrstu.

Stjörnumenn unnu hinsvegar dramatískan 3-2 sigur á KR eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik. Ólafur Karl Finsen skoraði tvö mörk í leiknum þar á meðal sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok.

KR-ingar misstu endanlega af lestinni með þessu tapi og því lítur út fyrir einvígi á milli FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í ár.

Staða Þórsara í botnsætinu versnaði enn frekar við 0-1 tap á heimavelli á móti Víkingum en Framara komust hinsvegar upp úr fallsæti eftir 4-2 sigur á Keflavík í Keflavík.

Keflvíkingar komust í 1-0 en Framara svöruðu með fjórum mörkum áður en Hörður Sveinsson minnkaði muninn með sínu öðru marki í leiknum. Keflvíkingar hafa ekki unnið deildarleik síðan 22. júní.

Blikar gerði síðan sitt 11. jafntefli í sumar þegar Fylkismenn komu í heimsókn í Kópavoginn. Fylkir jafnaði metin níu mínútum fyrir leikslok.

Valsmenn enduðu síðan þriggja leikja taphrinu með 3-0 heimasigri á ÍBV eftir að hafa komist í 2-0 í fyrri hálfleiknum.

Vísir var með menn á öllum völlunum sex og hér fyrir neðan verður hægt að finna umfjöllun og viðtöl úr leikjunum þegar þau detta inn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×