Evrópuævintýri Stjörnumanna endaði á stórum skelli á San Siro Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2014 13:53 Mateo Kovacic skoraði þrennu fyrir Inter í kvöld og hér fagnar hann öðru marki sínu. Vísir/AFP Stjarnan er úr leik í Evrópudeildinni eftir sex marka stórtap í seinni leiknum á móti ítalska liðinu Internazionale í umspili um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ítalirnir unnu samanlagt 9-0. Þetta var áttundi Evrópuleikur Stjörnumanna í ár og þetta sumar hefur verið stórt og mikið ævintýri. Garðbæingar áttu hinsvegar litla möguleika á móti einum af risanum í ítalska boltanum. Hinn tvítugi Króati Mateo Kovacic skoraði þrennu á fyrstu 52 mínútunum og Mauro Icardi skoraði tvö eftir að hafa komið inná sem varamaður. Stjörnumenn áttu auðvitað ekki mikla möguleika á því að komast áfram eftir 3-0 tap í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum og þetta var erfitt kvöld fyrir Garðbæinga á San Siro leikvanginum í Mílanó í kvöld. Internazionale var 2-0 yfir í hálfleik eftir tvö mörk Króatans Mateo Kovacic með fimm mínútna millibili en mörkin hefðu getað orðið miklu fleiri á fyrstu 45 mínútunum. Ítalska liðið bætti úr því í seinni hálfleiknum og var komið í 3-0 eftir aðeins eina mínútu. Það mark gerði Pablo Osvaldo með flottum skalla en hann var stórhættulegur allan fyrri hálfleikinn. Mateo Kovacic innsiglaði síðan þrennu sína á 51. mínútu þegar hann kom Inter í 4-0 og var tekinn af velli strax í kjölfarið. Varamaðurinn Mauro Icardi skoraði fimmta markið á 69. mínútu og skömmu síðar þurfti Garðar Jóhannsson að haltra af velli meiddur. Garðar var nýkominn inná og Stjörnuliðið var búið með allar skiptingarnar sínar. Stjarnan þurfti því að vera manni færri síðustu tuttugu mínúturnar. Mauro Icardi skoraði í fyrri leiknum og bætti við sínu öðru marki í kvöld á 80. mínútu. Hann fékk tækifæri til að skora þrennu en Ingvar Jónsson varði tvívegis mjög vel frá honum. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Góð stemming fyrir leik Stjörnunnar og Inter | Myndir Þrátt fyrir 0-3 tap gegn Inter í gær var frábær stemming hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar á Ölver fyrir leik, í skrúðgöngunni á leikinn og á leiknum sjálfum. Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndsyrpu frá kvöldinu. 21. ágúst 2014 08:30 Arnar Már: Geðveikt að fá að spila á San Siro Stjarnan mætir Inter í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2014 09:30 Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Stjarnan - Inter 0-3 | Ítalska stórveldið númeri of stórt Inter reyndist vera of stór biti fyrir Stjörnumenn. 20. ágúst 2014 12:13 Bjarni Ben fékk mynd af sér með Fabio Cannavaro Bjarni Benediktsson hitti Fabio Cannavaro, fyrrum fyrirliða ítalska landsliðsins á kaffihúsi í Mílanó í dag en Bjarni er mættur til Mílanó til að fylgjast með seinni leik Inter og Stjörnunnar. 28. ágúst 2014 13:30 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Stjarnan er úr leik í Evrópudeildinni eftir sex marka stórtap í seinni leiknum á móti ítalska liðinu Internazionale í umspili um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ítalirnir unnu samanlagt 9-0. Þetta var áttundi Evrópuleikur Stjörnumanna í ár og þetta sumar hefur verið stórt og mikið ævintýri. Garðbæingar áttu hinsvegar litla möguleika á móti einum af risanum í ítalska boltanum. Hinn tvítugi Króati Mateo Kovacic skoraði þrennu á fyrstu 52 mínútunum og Mauro Icardi skoraði tvö eftir að hafa komið inná sem varamaður. Stjörnumenn áttu auðvitað ekki mikla möguleika á því að komast áfram eftir 3-0 tap í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum og þetta var erfitt kvöld fyrir Garðbæinga á San Siro leikvanginum í Mílanó í kvöld. Internazionale var 2-0 yfir í hálfleik eftir tvö mörk Króatans Mateo Kovacic með fimm mínútna millibili en mörkin hefðu getað orðið miklu fleiri á fyrstu 45 mínútunum. Ítalska liðið bætti úr því í seinni hálfleiknum og var komið í 3-0 eftir aðeins eina mínútu. Það mark gerði Pablo Osvaldo með flottum skalla en hann var stórhættulegur allan fyrri hálfleikinn. Mateo Kovacic innsiglaði síðan þrennu sína á 51. mínútu þegar hann kom Inter í 4-0 og var tekinn af velli strax í kjölfarið. Varamaðurinn Mauro Icardi skoraði fimmta markið á 69. mínútu og skömmu síðar þurfti Garðar Jóhannsson að haltra af velli meiddur. Garðar var nýkominn inná og Stjörnuliðið var búið með allar skiptingarnar sínar. Stjarnan þurfti því að vera manni færri síðustu tuttugu mínúturnar. Mauro Icardi skoraði í fyrri leiknum og bætti við sínu öðru marki í kvöld á 80. mínútu. Hann fékk tækifæri til að skora þrennu en Ingvar Jónsson varði tvívegis mjög vel frá honum.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Góð stemming fyrir leik Stjörnunnar og Inter | Myndir Þrátt fyrir 0-3 tap gegn Inter í gær var frábær stemming hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar á Ölver fyrir leik, í skrúðgöngunni á leikinn og á leiknum sjálfum. Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndsyrpu frá kvöldinu. 21. ágúst 2014 08:30 Arnar Már: Geðveikt að fá að spila á San Siro Stjarnan mætir Inter í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2014 09:30 Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Stjarnan - Inter 0-3 | Ítalska stórveldið númeri of stórt Inter reyndist vera of stór biti fyrir Stjörnumenn. 20. ágúst 2014 12:13 Bjarni Ben fékk mynd af sér með Fabio Cannavaro Bjarni Benediktsson hitti Fabio Cannavaro, fyrrum fyrirliða ítalska landsliðsins á kaffihúsi í Mílanó í dag en Bjarni er mættur til Mílanó til að fylgjast með seinni leik Inter og Stjörnunnar. 28. ágúst 2014 13:30 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Góð stemming fyrir leik Stjörnunnar og Inter | Myndir Þrátt fyrir 0-3 tap gegn Inter í gær var frábær stemming hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar á Ölver fyrir leik, í skrúðgöngunni á leikinn og á leiknum sjálfum. Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndsyrpu frá kvöldinu. 21. ágúst 2014 08:30
Arnar Már: Geðveikt að fá að spila á San Siro Stjarnan mætir Inter í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2014 09:30
Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Stjarnan - Inter 0-3 | Ítalska stórveldið númeri of stórt Inter reyndist vera of stór biti fyrir Stjörnumenn. 20. ágúst 2014 12:13
Bjarni Ben fékk mynd af sér með Fabio Cannavaro Bjarni Benediktsson hitti Fabio Cannavaro, fyrrum fyrirliða ítalska landsliðsins á kaffihúsi í Mílanó í dag en Bjarni er mættur til Mílanó til að fylgjast með seinni leik Inter og Stjörnunnar. 28. ágúst 2014 13:30