12 ára vann Volvo með holu í höggi Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2014 14:07 Varla gat hin 12 ára gamla Natasha Oon fundið heppilegri tímasetningu á sína fyrstu holu í höggi. Hún var stödd ásamt foreldrum sínum á Ladies Amateur Open Championship í Malasíu og sló golfboltann á einni holunni með 8-járni. Boltinn fór beinustu leið í holuna, sem að sjálfsögðu var par 3. Það sem hún vissi ekki, eða öllu heldur sá ekki, var skilti eitt sem stóð við brautina. Á því stóð að ef einhver keppenda færi holu í höggi á brautinni yrði sá hinn sami einum Volvo XC60 T5 jepplingi ríkari. Hún þarf því að bíða í nokkur ár eftir að njóta vinningsins, en þó, hún getur setið í og látið foreldrana aka. Henni á víst að hafa orðið að orði til móður sinnar þegar henni var afhentur bíllinn; „þetta er bíllinn sem þú munt aka mér á í skólann.“ Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent
Varla gat hin 12 ára gamla Natasha Oon fundið heppilegri tímasetningu á sína fyrstu holu í höggi. Hún var stödd ásamt foreldrum sínum á Ladies Amateur Open Championship í Malasíu og sló golfboltann á einni holunni með 8-járni. Boltinn fór beinustu leið í holuna, sem að sjálfsögðu var par 3. Það sem hún vissi ekki, eða öllu heldur sá ekki, var skilti eitt sem stóð við brautina. Á því stóð að ef einhver keppenda færi holu í höggi á brautinni yrði sá hinn sami einum Volvo XC60 T5 jepplingi ríkari. Hún þarf því að bíða í nokkur ár eftir að njóta vinningsins, en þó, hún getur setið í og látið foreldrana aka. Henni á víst að hafa orðið að orði til móður sinnar þegar henni var afhentur bíllinn; „þetta er bíllinn sem þú munt aka mér á í skólann.“
Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent