Góður undirbúningurinn er leiðin að árangri ! Guðbjörg Sigríður Finnsdóttir skrifar 26. ágúst 2014 13:39 Guðbjörg Sigríður Finnsdóttir Mynd/GFit Okkur þyrstir að komast í form eftir sumarfrí en því miður gerist það ekki einn, tveir og þrír. Við þurfum að undirbúa okkur vel. Farðu yfir þessi atriði og láttu þau hjálpa þér að komast af stað. 1. Hugleiddu vel hvaða breyting það verður á líðan þinni að komast í gott form. Ekki hugsa of mikið um hvað vigtin segir. Hvaða nýju breytingar þarft þú að gera á lífsstíl þínum ? Hvað gerir þessi breyting fyrir þig ? Hvaða tilfinningu færðu þegar þú hugsar um að vera sterk og í góðu formi ? Hugsaðu vel um þessa nýju sýn og hvað hún gerir mikið fyrir þig.2. Settu markmiðin þín niður á blað og hafðu þau raunhæf. Hafðu þau sýnileg fyrir þér og þínum og minntu þig á hvað þú ætlar þér.3. Sama hversu mikinn sannfæringarkraft þú hefur í byrjun þá er alltaf einhver púki fyrir aftan sem segir þér að þér á eftir að mistakast, sérstaklega þegar þér finnst ekki ganga eins vel og í upphafi. Ekki horfa á stóru myndina í lokin, taktu lítil skref að stóra markmiðinu og leyfðu tímanum að vinna með þér.4. Það eru engar afsakanir til. Þú getur unnið allar afsakanir. Ef þú t.d. kemst ekki á æfingu þá þarf ekki mikinn búnað til að gera æfingu heima. Þú færð einfaldlega góðar æfingar hjá þjálfara þínum sem setur upp prógram fyrir þig. Æfingin þarf ekki að taka langan tíma, 20-30 mín á dag duga vel til þess að ná árangri. Matarboð og veislur eru til staðar allan ársins hring og þú hefur alltaf val hvað þú setur mikið ofan í þig ??5. Stuðningur er mikils virði. Ef þú ert í hópi sem hefur sama markmið og þú, færðu góða hvatningu. Góður æfingafélagi hjálpar líka alltaf mikið en passaðu þig samt á því að vera þinn eigin herra í þessu. Lestu vel hvatningarpósta og þannig heldur þú sannfæringakrafti þínum.6. Taktu til heima hjá þér. Er eitthvað sem á ekki að vera til í skápunum þínum ? Nú er að henda óhollustunni út og bæta við hollustunni. Við vitum flest hvað þarf að gera. Fáðu upplýsingar hjá þjálfara ef þú ert ekki alveg viss. Með hollustuna í eldhúsinu færðu rétta andrúmsloftið. Reyndu líka að koma fjölskyldumeðlimunum í lið með þér.7. Nú ertu komin vel af stað og þá er að ákveða hvaða plan hentar þér best. Ætlar þú að fylla út matardagbók ? Ertu með matarprógram til að hafa til hliðsjónar ? Er nóg að sleppa sætindum og sykri fyrir þig ? Það dásamlega er að þú velur hvað hentar þér best. Það er ekki til eitt matarplan sem hentar öllum. Þegar kemur að því að ná þyngd sinni niður þá passar það sama alls ekki fyrir alla ! Heilsa Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið
Okkur þyrstir að komast í form eftir sumarfrí en því miður gerist það ekki einn, tveir og þrír. Við þurfum að undirbúa okkur vel. Farðu yfir þessi atriði og láttu þau hjálpa þér að komast af stað. 1. Hugleiddu vel hvaða breyting það verður á líðan þinni að komast í gott form. Ekki hugsa of mikið um hvað vigtin segir. Hvaða nýju breytingar þarft þú að gera á lífsstíl þínum ? Hvað gerir þessi breyting fyrir þig ? Hvaða tilfinningu færðu þegar þú hugsar um að vera sterk og í góðu formi ? Hugsaðu vel um þessa nýju sýn og hvað hún gerir mikið fyrir þig.2. Settu markmiðin þín niður á blað og hafðu þau raunhæf. Hafðu þau sýnileg fyrir þér og þínum og minntu þig á hvað þú ætlar þér.3. Sama hversu mikinn sannfæringarkraft þú hefur í byrjun þá er alltaf einhver púki fyrir aftan sem segir þér að þér á eftir að mistakast, sérstaklega þegar þér finnst ekki ganga eins vel og í upphafi. Ekki horfa á stóru myndina í lokin, taktu lítil skref að stóra markmiðinu og leyfðu tímanum að vinna með þér.4. Það eru engar afsakanir til. Þú getur unnið allar afsakanir. Ef þú t.d. kemst ekki á æfingu þá þarf ekki mikinn búnað til að gera æfingu heima. Þú færð einfaldlega góðar æfingar hjá þjálfara þínum sem setur upp prógram fyrir þig. Æfingin þarf ekki að taka langan tíma, 20-30 mín á dag duga vel til þess að ná árangri. Matarboð og veislur eru til staðar allan ársins hring og þú hefur alltaf val hvað þú setur mikið ofan í þig ??5. Stuðningur er mikils virði. Ef þú ert í hópi sem hefur sama markmið og þú, færðu góða hvatningu. Góður æfingafélagi hjálpar líka alltaf mikið en passaðu þig samt á því að vera þinn eigin herra í þessu. Lestu vel hvatningarpósta og þannig heldur þú sannfæringakrafti þínum.6. Taktu til heima hjá þér. Er eitthvað sem á ekki að vera til í skápunum þínum ? Nú er að henda óhollustunni út og bæta við hollustunni. Við vitum flest hvað þarf að gera. Fáðu upplýsingar hjá þjálfara ef þú ert ekki alveg viss. Með hollustuna í eldhúsinu færðu rétta andrúmsloftið. Reyndu líka að koma fjölskyldumeðlimunum í lið með þér.7. Nú ertu komin vel af stað og þá er að ákveða hvaða plan hentar þér best. Ætlar þú að fylla út matardagbók ? Ertu með matarprógram til að hafa til hliðsjónar ? Er nóg að sleppa sætindum og sykri fyrir þig ? Það dásamlega er að þú velur hvað hentar þér best. Það er ekki til eitt matarplan sem hentar öllum. Þegar kemur að því að ná þyngd sinni niður þá passar það sama alls ekki fyrir alla !
Heilsa Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið