Bjarni ósáttur við umboðsmann Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2014 12:18 Bjarni Benediktsson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi ennþá fullt traust hans til að gegna embætti innanríkisráðherra. „Maður spyr sig að því hvaða tilefni það er fyrir umboðsmann til þess að birta mál sem er enn í vinnslu í fjölmiðlum og gefi mönnum ekki tækifæri til þess að koma sjónarmiðum á framfæri áður en málið er tekið til opinberrar umræðu,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann gekk út af ríkisstjórnarfundi í hádeginu í dag. Hann sagðist einnig ekki ætla að fara í efnislega umræðu um efni bréfs Umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra er varðar rannsókn lögreglunnar á ráðuneytinu í tenglsum við lekamálið svokallaða því hann hafi ekki kynnt sér innihald þess að svo stöddu. Hann segir innanríkisráðherra fullfæran um að svara fyrir þær athugasemdir sem þar koma fram og hafi rétt á tíma til að bregðast við bréfi umboðsmanns og koma sínum sjónarmiðum á framfærum. Hann bætir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi ennþá fullt traust hans til að gegna embætti innanríkisráðherra. „Það sem mér finnst einkar athugavert við framganginn þessa dagana, og það sem er að gerast í dag, er það að hér eru sett fram sjónarmið í málinu og send fjölmiðlum þegar fyrir liggur að ráðuneytið á eftir að bregðast við,“ sagði Bjarni Benediktsson fyrir utan Stjórnarráðið í dag. Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18 Stefán leitaði til ríkissaksóknara Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafði samband við ríkissaksóknara þar sem fyrirspurnir ráðherra hafi verið á þann veg að hann þurfti að afla upplýsinga um rannsóknina á lekamálinu. 26. ágúst 2014 12:15 Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25 Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Segir Hönnu Birnu hafa spurt út í samskipti sín við umboðsmann Alþingis Stefán Eiríksson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi spurt sig hvort hann hafi haft samband við umboðsmann Alþingis vegna fyrirspurna umboðsmanns til Hönnu Birnu vegna gruns um óeðlileg samskipti þeirra á milli vegna lögreglurannsóknar á lekamálinu svokallaða. 26. ágúst 2014 11:55 Samskipti ráðherra og lögreglustjóra tekin til formlegrar rannsóknar Umboðsmaður vísar til lagaheimilda sinna um mál þar sem hann verður var við stórvægileg mistök eða afbrot. 26. ágúst 2014 11:42 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
„Maður spyr sig að því hvaða tilefni það er fyrir umboðsmann til þess að birta mál sem er enn í vinnslu í fjölmiðlum og gefi mönnum ekki tækifæri til þess að koma sjónarmiðum á framfæri áður en málið er tekið til opinberrar umræðu,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann gekk út af ríkisstjórnarfundi í hádeginu í dag. Hann sagðist einnig ekki ætla að fara í efnislega umræðu um efni bréfs Umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra er varðar rannsókn lögreglunnar á ráðuneytinu í tenglsum við lekamálið svokallaða því hann hafi ekki kynnt sér innihald þess að svo stöddu. Hann segir innanríkisráðherra fullfæran um að svara fyrir þær athugasemdir sem þar koma fram og hafi rétt á tíma til að bregðast við bréfi umboðsmanns og koma sínum sjónarmiðum á framfærum. Hann bætir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi ennþá fullt traust hans til að gegna embætti innanríkisráðherra. „Það sem mér finnst einkar athugavert við framganginn þessa dagana, og það sem er að gerast í dag, er það að hér eru sett fram sjónarmið í málinu og send fjölmiðlum þegar fyrir liggur að ráðuneytið á eftir að bregðast við,“ sagði Bjarni Benediktsson fyrir utan Stjórnarráðið í dag.
Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18 Stefán leitaði til ríkissaksóknara Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafði samband við ríkissaksóknara þar sem fyrirspurnir ráðherra hafi verið á þann veg að hann þurfti að afla upplýsinga um rannsóknina á lekamálinu. 26. ágúst 2014 12:15 Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25 Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Segir Hönnu Birnu hafa spurt út í samskipti sín við umboðsmann Alþingis Stefán Eiríksson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi spurt sig hvort hann hafi haft samband við umboðsmann Alþingis vegna fyrirspurna umboðsmanns til Hönnu Birnu vegna gruns um óeðlileg samskipti þeirra á milli vegna lögreglurannsóknar á lekamálinu svokallaða. 26. ágúst 2014 11:55 Samskipti ráðherra og lögreglustjóra tekin til formlegrar rannsóknar Umboðsmaður vísar til lagaheimilda sinna um mál þar sem hann verður var við stórvægileg mistök eða afbrot. 26. ágúst 2014 11:42 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18
Stefán leitaði til ríkissaksóknara Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafði samband við ríkissaksóknara þar sem fyrirspurnir ráðherra hafi verið á þann veg að hann þurfti að afla upplýsinga um rannsóknina á lekamálinu. 26. ágúst 2014 12:15
Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25
Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41
Segir Hönnu Birnu hafa spurt út í samskipti sín við umboðsmann Alþingis Stefán Eiríksson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi spurt sig hvort hann hafi haft samband við umboðsmann Alþingis vegna fyrirspurna umboðsmanns til Hönnu Birnu vegna gruns um óeðlileg samskipti þeirra á milli vegna lögreglurannsóknar á lekamálinu svokallaða. 26. ágúst 2014 11:55
Samskipti ráðherra og lögreglustjóra tekin til formlegrar rannsóknar Umboðsmaður vísar til lagaheimilda sinna um mál þar sem hann verður var við stórvægileg mistök eða afbrot. 26. ágúst 2014 11:42