5 ástæður þess að þú ættir að byrja að stunda hugleiðslu Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 24. ágúst 2014 16:00 Vísir/Getty Vinsældir hugleiðslu í hinum vestræna heimi eru sívaxandi enda afar dýrmætt að geta staldrað við í amstri dagsins og upplifað innri frið. Hugleiðsla þarf ekki að vera tímafrek athöfn en getur skipt sköpum fyrir andlega og líkamlega líðan sem og árangur og einbeitingu. Það er hægt að stunda hugleiðslu hvar sem er og hún er góð fyrir alla, unga sem aldna.1. Hugleiðsla er heilsubætandi.Hugleiðsla er eitt það áhrifaríkasta sem við getum gert sjálf fyrir bætta heilsu. Rannsóknir hafa sýnt að iðkun hugleiðslu getur stuðlað að lægri blóðþrýstingi og dregið úr líkum á hjartasjúkdómum. Einnig eru rannsóknir sem gefa til kynna að hugleiðsla geti dregið úr verkjum, minnkað streitu og verki hjá krabbameinssjúklingum og dregið úr einkennum þeirra sem þjást af vefjagigt.2. Hugleiðsla dregur úr kvíða og þunglyndi.Hugleiðsla hjálpar mikið til við að slaka á líkamanum. Hún hægir á hjartslættinum og dregur úr framleiðslu stresshormóna í líkamanum sem valda streitu og kvíða. Rannsókir hafa auk þess sýnt að hugleiðsla getur hjálpað til í baráttu við þunglyndi og fíknisjúkdóma.3. Hugleiðsla hjálpar þér að sofa betur.Ef að þú átt erfitt með að sofna eða vaknar ósofinn þá gæti hugleiðsla verið eitthvað fyrir þig. Hugleiðsla fyrir svefn róar líkamann og hugann og getur hjálpað til við að festa svefn og ná betri svefni yfir nóttina.4.Hugleiðsla hjálpar þér á ná jafnvægi. Hugleiðsla er góð aðferð til þess að ná stjórn á tilfinningum þínum. Hún getur hjálpað þér að aftengja þig frá neikvæðum hugsunum og hugsanamynstrum. Þegar tilfinningarnar eru í jafnvægi verða samskipti og viðbrögð okkar heilbrigðari og auðveldari. 5.Hugleiðsla hjálpar til við einbeitingu.Hugleiðsla er frábært tól fyrir þá sem vilja ná betri árangri í námi eða starfi. Einn megintilgangur hugleiðslu er að ná að einbeita sér að einum hlut í einu. Með iðkun hugleiðslu nærðu að róa hugann, einbeita þér og nærð að halda athygli í lengri tíma í einu. Heilsa Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Vinsældir hugleiðslu í hinum vestræna heimi eru sívaxandi enda afar dýrmætt að geta staldrað við í amstri dagsins og upplifað innri frið. Hugleiðsla þarf ekki að vera tímafrek athöfn en getur skipt sköpum fyrir andlega og líkamlega líðan sem og árangur og einbeitingu. Það er hægt að stunda hugleiðslu hvar sem er og hún er góð fyrir alla, unga sem aldna.1. Hugleiðsla er heilsubætandi.Hugleiðsla er eitt það áhrifaríkasta sem við getum gert sjálf fyrir bætta heilsu. Rannsóknir hafa sýnt að iðkun hugleiðslu getur stuðlað að lægri blóðþrýstingi og dregið úr líkum á hjartasjúkdómum. Einnig eru rannsóknir sem gefa til kynna að hugleiðsla geti dregið úr verkjum, minnkað streitu og verki hjá krabbameinssjúklingum og dregið úr einkennum þeirra sem þjást af vefjagigt.2. Hugleiðsla dregur úr kvíða og þunglyndi.Hugleiðsla hjálpar mikið til við að slaka á líkamanum. Hún hægir á hjartslættinum og dregur úr framleiðslu stresshormóna í líkamanum sem valda streitu og kvíða. Rannsókir hafa auk þess sýnt að hugleiðsla getur hjálpað til í baráttu við þunglyndi og fíknisjúkdóma.3. Hugleiðsla hjálpar þér að sofa betur.Ef að þú átt erfitt með að sofna eða vaknar ósofinn þá gæti hugleiðsla verið eitthvað fyrir þig. Hugleiðsla fyrir svefn róar líkamann og hugann og getur hjálpað til við að festa svefn og ná betri svefni yfir nóttina.4.Hugleiðsla hjálpar þér á ná jafnvægi. Hugleiðsla er góð aðferð til þess að ná stjórn á tilfinningum þínum. Hún getur hjálpað þér að aftengja þig frá neikvæðum hugsunum og hugsanamynstrum. Þegar tilfinningarnar eru í jafnvægi verða samskipti og viðbrögð okkar heilbrigðari og auðveldari. 5.Hugleiðsla hjálpar til við einbeitingu.Hugleiðsla er frábært tól fyrir þá sem vilja ná betri árangri í námi eða starfi. Einn megintilgangur hugleiðslu er að ná að einbeita sér að einum hlut í einu. Með iðkun hugleiðslu nærðu að róa hugann, einbeita þér og nærð að halda athygli í lengri tíma í einu.
Heilsa Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira