Heilsubætandi áhrif þess að skola munninn með olíu Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 16:00 Vísir/Getty Olíumunnskolun eða oil pulling er ævaforn aðferð til þess að hreinsa tennur og munn af eiturefnum og bakteríum. Tennurnar verða hvítari ef munnurinn er skolaður reglulega með olíu og er þessi aðferð talin hafa ýmis heilsubætandi áhrif. Ekki eru til neinar rannsóknir sem staðfesta það en hún er sögð geta hjálpað til við mígreni, hormónavandamál, andremmu, astma og hreinsun lifrarinnar. Best er að nota þessa aðferð á morgnanna áður en nokkuð er borðað eða drukkið. Hægt er að nota annaðhvort lífræna kaldpressaða kókosolíu eða sesamolíu. Tími er sagður skipta öllu máli þegar munnurinn er skolaður með olíu. Best er að hafa olíuna í 20 mínútur, en það er hægt að byrja á 5 mínútum og vinna sig upp í tíma á meðan aðferðin venst.Leiðbeiningar:1. Settu teskeið af þeirri olíu sem þú kýst í munninn og láttu hana bráðna í munninum. 2. Skolaðu munninn í 20 mínútur með olíunni, veltu henni um í munninum. 3. Spýttu út olíunni í klósettið og sturtaðu strax niður. Kókosolía harðnar þegar hún kælist og getur því stíflað vaskinn. 4. Skolaðu munninn með volgu vatni. Heilsa Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið
Olíumunnskolun eða oil pulling er ævaforn aðferð til þess að hreinsa tennur og munn af eiturefnum og bakteríum. Tennurnar verða hvítari ef munnurinn er skolaður reglulega með olíu og er þessi aðferð talin hafa ýmis heilsubætandi áhrif. Ekki eru til neinar rannsóknir sem staðfesta það en hún er sögð geta hjálpað til við mígreni, hormónavandamál, andremmu, astma og hreinsun lifrarinnar. Best er að nota þessa aðferð á morgnanna áður en nokkuð er borðað eða drukkið. Hægt er að nota annaðhvort lífræna kaldpressaða kókosolíu eða sesamolíu. Tími er sagður skipta öllu máli þegar munnurinn er skolaður með olíu. Best er að hafa olíuna í 20 mínútur, en það er hægt að byrja á 5 mínútum og vinna sig upp í tíma á meðan aðferðin venst.Leiðbeiningar:1. Settu teskeið af þeirri olíu sem þú kýst í munninn og láttu hana bráðna í munninum. 2. Skolaðu munninn í 20 mínútur með olíunni, veltu henni um í munninum. 3. Spýttu út olíunni í klósettið og sturtaðu strax niður. Kókosolía harðnar þegar hún kælist og getur því stíflað vaskinn. 4. Skolaðu munninn með volgu vatni.
Heilsa Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið