Eldgosin orðin sjö frá upphafi jarðhræringa Svavar Hávarðsson skrifar 10. september 2014 07:00 Á þremur vikum hefur kvika sjö sinnum náð upp á yfirborð - og því eru eldgosin sjö. Fréttablaðið/Auðunn „Þessi atburðarás fer að krefjast þess að talað sé um elda, líkt og talað er um Kröfluelda eða Skaftárelda. Við erum með mikla eldvirkni á ákveðnu svæði sem kemur og fer. Við höfum þegar sjö atvik þar sem kvika hefur komið upp á yfirborð jarðar,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur og verkefnastjóri hjá Almannavörnum. „Sérstaklega á þetta við ef umbrotin halda áfram næstu misserin.“ Í yfirlitsflugi vísindamanna á sunnudag sást þriðji sigketillinn í Dyngjujökli, aðeins um þrjá kílómetra frá sporði jökulsins. Fyrir höfðu sést þrír sigkatlar; tveir í Dyngjujökli síðustu daga og sá fyrsti, eða fyrstu, mun sunnar í jöklinum fyrir suðaustan Grímsvötn. Þá eru ótalin eldgosin utan jökuls. Örgosið fyrsta í Holuhrauni; annað gosið sem stendur enn yfir af krafti, og síðan sprungan þar fyrir sunnan sem nú er kulnuð. Björn segir, og á því þurfi að hnykkja vegna áhuga fólks að fara til að skoða eldsumbrotin, að eldgosin sjö séu aðeins hluti af miklu stærri atburðarás. „Þetta spannar allan norðvestur hluta Vatnajökuls. Á síðustu dögum höfum við séð sigið í Bárðabungu upp á allt að 20 metra og nýjan sigketil í Dyngjujökli. Eldgos er uppi í Holuhrauni. Við þetta bætist framrás berggangsins með miklum jarðhræringum því fylgjandi. Fólk horfir mjög til þessa fallega eldgoss, sem þó getur reynst mjög hættulegt þeim sem staddir eru nálægt því. En váin á svæðinu er miklu meiri, eins og rætt var um áður en eldgosin hófust utan jökuls,“ segir Björn og vísar til hættu á eldgosi undir jökli og flóðahættu því tengdu. „Kannski er þetta tímaspursmál hvenær þessir litlu atburðir undir Dyngjujökli verði af þeirri stærðargráðu að þeir bræði sig upp úr jöklinum,“ segir Björn. Í ljósi þess að sigkatlarnir eru orðnir fjórir, hið minnsta, má spyrja hvert fer vatnið. Björn segir það koma til greina að bráðin úr Dyngjujökli renni út í Jökulsá á Fjöllum án þess að þess verði sérstaklega vart. Áin er vatnsmikil og rennur undan jöklinum í mörgum kvíslum á tugkílómetra löngu svæði. „Fræðilega getur verið að vatnið renni þar fram, án þess að við verðum þess vör, því magnið er það lítið.“ Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
„Þessi atburðarás fer að krefjast þess að talað sé um elda, líkt og talað er um Kröfluelda eða Skaftárelda. Við erum með mikla eldvirkni á ákveðnu svæði sem kemur og fer. Við höfum þegar sjö atvik þar sem kvika hefur komið upp á yfirborð jarðar,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur og verkefnastjóri hjá Almannavörnum. „Sérstaklega á þetta við ef umbrotin halda áfram næstu misserin.“ Í yfirlitsflugi vísindamanna á sunnudag sást þriðji sigketillinn í Dyngjujökli, aðeins um þrjá kílómetra frá sporði jökulsins. Fyrir höfðu sést þrír sigkatlar; tveir í Dyngjujökli síðustu daga og sá fyrsti, eða fyrstu, mun sunnar í jöklinum fyrir suðaustan Grímsvötn. Þá eru ótalin eldgosin utan jökuls. Örgosið fyrsta í Holuhrauni; annað gosið sem stendur enn yfir af krafti, og síðan sprungan þar fyrir sunnan sem nú er kulnuð. Björn segir, og á því þurfi að hnykkja vegna áhuga fólks að fara til að skoða eldsumbrotin, að eldgosin sjö séu aðeins hluti af miklu stærri atburðarás. „Þetta spannar allan norðvestur hluta Vatnajökuls. Á síðustu dögum höfum við séð sigið í Bárðabungu upp á allt að 20 metra og nýjan sigketil í Dyngjujökli. Eldgos er uppi í Holuhrauni. Við þetta bætist framrás berggangsins með miklum jarðhræringum því fylgjandi. Fólk horfir mjög til þessa fallega eldgoss, sem þó getur reynst mjög hættulegt þeim sem staddir eru nálægt því. En váin á svæðinu er miklu meiri, eins og rætt var um áður en eldgosin hófust utan jökuls,“ segir Björn og vísar til hættu á eldgosi undir jökli og flóðahættu því tengdu. „Kannski er þetta tímaspursmál hvenær þessir litlu atburðir undir Dyngjujökli verði af þeirri stærðargráðu að þeir bræði sig upp úr jöklinum,“ segir Björn. Í ljósi þess að sigkatlarnir eru orðnir fjórir, hið minnsta, má spyrja hvert fer vatnið. Björn segir það koma til greina að bráðin úr Dyngjujökli renni út í Jökulsá á Fjöllum án þess að þess verði sérstaklega vart. Áin er vatnsmikil og rennur undan jöklinum í mörgum kvíslum á tugkílómetra löngu svæði. „Fræðilega getur verið að vatnið renni þar fram, án þess að við verðum þess vör, því magnið er það lítið.“
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira