Framlög til nýsköpunar og vísinda aukast til muna á komandi ári. Samkvæmt tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu hækka framlögin í samræmi við aðgerðaáætlun Vísinda-og tækniráðs sem miðar að því að fjárveitingar til málaflokksins verði 3% af vergri landsframleiðslu árið 2016.
Á árinu 2015 munu framlögin því hækka um 800 milljónir króna og gert er ráð fyrir að árið 2016 hækki þau um 2 milljarða.
Aukinn kraftur settur í nýsköpun og vísindi
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
