Bráðhollar uppskriftir mæðgnanna Rikka skrifar 8. september 2014 15:47 Solla og Hildur Mynd/maedgurnar.is Mæðgurnar Solla Eiríks og Hildur dóttir hennar hafa nýverið sett á laggirnar dásamlegt matarblogg þar sem að þær sameina krafta sína og ástríðu fyrir matargerð. Síðan er alveg einstaklega falleg enda sérstaklega lagt upp úr fallegum myndum auk hollra og bragðgóðra uppskrifta. Sollu þarf vart að kynna enda hefur hún verið brautryðjandi á sviði holls mataræðis undanfarin tuttugu ár. Hildur deilir áhuga móður sinnar á hollustu og er nýlega útskrifuð úr næringarfræði frá Háskóla Íslands. Það verður því fróðlegt að fylgjast með hvað kemur úr úr þessari fallegu samvinnu í framtíðinni. Mæðgurnar gáfu Heilsuvísi dásamlega uppskrift af Bláberjasultu sem þær nýverið settu á bloggið sitt. BláberjasultaMynd/maedgurnar.is Bláberjasulta Mæðgnanna 10 dl bláber safinn úr 1 sítrónu eða 2 msk hreinn sítrónusafi úr flösku 1 vanillustöng 1 kanilstöng nokkur korn sjávarsalt væn msk chiafræ, möluð í krydd- eða kaffikvörn 2-4 msk kókospálmasykur eða sæta að eigin vali Aðferð Setjið bláberin í pott ásamt sítrónusafanum, sætunni, vanillustönginni, kanilstönginni og nokkrum saltkornum. Látið suðuna koma upp og bullsjóða og hrærið í 1-2 mín, lækkið undir pottinum og hrærið möluðu chiafræjunum útí og látið malla þar til sultan byrjar að þykkna. Takið af hellunni og látið standa í smá stund. Setjið í hreinar krukkur, t.d. gamaldags sultukrukkur sem eru alveg þéttar með gúmíteygju. Þessa sultu er líka hægt að gera hráa. Þá er allt sett í matvinnsluvél í staðinn fyrir pott og maukað. Heilsa Uppskriftir Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið
Mæðgurnar Solla Eiríks og Hildur dóttir hennar hafa nýverið sett á laggirnar dásamlegt matarblogg þar sem að þær sameina krafta sína og ástríðu fyrir matargerð. Síðan er alveg einstaklega falleg enda sérstaklega lagt upp úr fallegum myndum auk hollra og bragðgóðra uppskrifta. Sollu þarf vart að kynna enda hefur hún verið brautryðjandi á sviði holls mataræðis undanfarin tuttugu ár. Hildur deilir áhuga móður sinnar á hollustu og er nýlega útskrifuð úr næringarfræði frá Háskóla Íslands. Það verður því fróðlegt að fylgjast með hvað kemur úr úr þessari fallegu samvinnu í framtíðinni. Mæðgurnar gáfu Heilsuvísi dásamlega uppskrift af Bláberjasultu sem þær nýverið settu á bloggið sitt. BláberjasultaMynd/maedgurnar.is Bláberjasulta Mæðgnanna 10 dl bláber safinn úr 1 sítrónu eða 2 msk hreinn sítrónusafi úr flösku 1 vanillustöng 1 kanilstöng nokkur korn sjávarsalt væn msk chiafræ, möluð í krydd- eða kaffikvörn 2-4 msk kókospálmasykur eða sæta að eigin vali Aðferð Setjið bláberin í pott ásamt sítrónusafanum, sætunni, vanillustönginni, kanilstönginni og nokkrum saltkornum. Látið suðuna koma upp og bullsjóða og hrærið í 1-2 mín, lækkið undir pottinum og hrærið möluðu chiafræjunum útí og látið malla þar til sultan byrjar að þykkna. Takið af hellunni og látið standa í smá stund. Setjið í hreinar krukkur, t.d. gamaldags sultukrukkur sem eru alveg þéttar með gúmíteygju. Þessa sultu er líka hægt að gera hráa. Þá er allt sett í matvinnsluvél í staðinn fyrir pott og maukað.
Heilsa Uppskriftir Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið