Íslenski boltinn

Sigurður Egill kallaður inn í U21 árs landsliðið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sigurður Egill í leik gegn Víking fyrr í sumar.
Sigurður Egill í leik gegn Víking fyrr í sumar. Vísir/Stefán
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðs karla, gerði í dag eina breytingu á leikmannahóp sínum fyrir leikinn gegn Frakklandi á mánudaginn. Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals kemur inn fyrir Jón Daða Böðvarsson.

Jón Daði verður með A-landsliðinu í leik liðsins gegn Tyrklandi en ásamt því tekur Hólmbert Aron Friðjónsson út leikbann í leiknum gegn Frakklandi. Íslenska liðið þarf líklegast á stigi að halda til þess að tryggja sæti sitt í umspili upp á sæti á EM.

Íslenska landsliðið mætir Frakkland í lokaleik 10. riðils á Stade Abbé-Deschamps vellinum í Auxerre á mánudaginn en Frakkland hefur þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins.

Þá staðfesti Heimir Hallgrímsson í samtali við Vísi rétt í þessu að hann og Lars Lagerbäck hefðu komist að samkomulagi við Eyjólf um að Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Cesena, yrði með u-21 árs landsliðinu gegn Frakklandi en hann var einnig kallaður í landsliðið fyrir leik Íslands og Tyrklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×