„Ég féll niður og þóttist vera dáinn“ 5. september 2014 13:00 Ali Hussein Kadhim sameinaðist fjölskyldu sinni þremur vikum eftir að hann komst á ótrúlegan hátt undan liðsmönnum ISIS Ali Hussein Kadhim, íraskur hermaður og sjíta-múslimi, lifði af á ótrúlegan hátt þegar liðsmenn Íslamska ríkisins, ISIS, drápu hátt í 1700 hermenn í júní sl. í Tikrit í Írak. ISIS eru öfgasamtök súníta-múslima sem hafa á undanförnum mánuðum hertekið stór landsvæði í Írak og Sýrlandi. Meirihluta íbúa Sýrlands eru súnítar en í Írak sjítar. Mikil átök hafa verið í Írak þar sem stjórnarherinn hefur mætt ISIS af mikilli hörku. „Ég var númer fjögur í röðinni í mínum hóp,“ segir Kadhim í viðtali við New York Times. „Þeir skutu þann fremsta og blóðið slettist yfir okkur. Svo skutu þeir næstu tvo, númer tvö og þrjú, og svo var komið að mér. Ég fann skotið fara framhjá mér en ég veit ekkert hvert það fór. Ég féll niður og þóttist einfaldlega hafa verið skotinn.“Synti yfir Tigris-fljót ISIS-liðar áttuðu sig ekki á að þeir hefðu ekki hæft Kadhim. Hann lá á jörðinni í um fjórar klukkustundir, umkringdur líkum, og hélt svo af stað þegar allt var orðið dimmt og hljótt. Hann fór í átt að Tigris-fljóti en yfir það þurfti hann að komast þar sem ISIS-menn ráða lögum og lofum á vesturbakka árinnar þar sem Kadhim var. Kadhim komst ekki yfir Tigris strax. Hann beið á árbakkanum í þrjá daga þar sem fljótið var straumhart og rann í áttina að varðstöð sem ISIS hefur komið upp á ánni. „Þessir þrír dagar voru líkastir helvíti,“ segir Kadhim. Hann át skordýr og plöntur auk þess sem hann hlúði særðum manni sem var í felum á bökkum árinnar, nær dauða en lífi.Meðlimir ISIS hafa hertekið stór svæði í Írak og SýrlandiVísir/GettyFékk hjálp frá súnítum Kadhim komst með herkjum yfir Tigris-fljót en á austurbakkanum voru byggðir súníta-múslima. „Þarna bjuggu heiðarlegir súnítar,“ segir Kadhim. Hann fékk húsaskjól og mat og var í felum í þrjá daga áður en ISIS frétti að hann væri á svæðinu. Þá fór fjölskyldan sem hann dvaldi hjá með hann á brott og með hjálp ókunnugra komst hann loks til fjölskyldu sinnar, þremur vikum eftir blóðbaðið í Tikrit. „Tveggja ára dóttir mín þekkti mig ekki og hljóp í burtu þegar ég birtist. Þá brotnaði ég niður,“ segir Kadhim. Saga Kadhims er einstök þar sem hann er sá eini sem vitað er um að komst lífs af frá Tikrit. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Óljóst endatafl í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks. 11. ágúst 2014 08:35 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Ali Hussein Kadhim, íraskur hermaður og sjíta-múslimi, lifði af á ótrúlegan hátt þegar liðsmenn Íslamska ríkisins, ISIS, drápu hátt í 1700 hermenn í júní sl. í Tikrit í Írak. ISIS eru öfgasamtök súníta-múslima sem hafa á undanförnum mánuðum hertekið stór landsvæði í Írak og Sýrlandi. Meirihluta íbúa Sýrlands eru súnítar en í Írak sjítar. Mikil átök hafa verið í Írak þar sem stjórnarherinn hefur mætt ISIS af mikilli hörku. „Ég var númer fjögur í röðinni í mínum hóp,“ segir Kadhim í viðtali við New York Times. „Þeir skutu þann fremsta og blóðið slettist yfir okkur. Svo skutu þeir næstu tvo, númer tvö og þrjú, og svo var komið að mér. Ég fann skotið fara framhjá mér en ég veit ekkert hvert það fór. Ég féll niður og þóttist einfaldlega hafa verið skotinn.“Synti yfir Tigris-fljót ISIS-liðar áttuðu sig ekki á að þeir hefðu ekki hæft Kadhim. Hann lá á jörðinni í um fjórar klukkustundir, umkringdur líkum, og hélt svo af stað þegar allt var orðið dimmt og hljótt. Hann fór í átt að Tigris-fljóti en yfir það þurfti hann að komast þar sem ISIS-menn ráða lögum og lofum á vesturbakka árinnar þar sem Kadhim var. Kadhim komst ekki yfir Tigris strax. Hann beið á árbakkanum í þrjá daga þar sem fljótið var straumhart og rann í áttina að varðstöð sem ISIS hefur komið upp á ánni. „Þessir þrír dagar voru líkastir helvíti,“ segir Kadhim. Hann át skordýr og plöntur auk þess sem hann hlúði særðum manni sem var í felum á bökkum árinnar, nær dauða en lífi.Meðlimir ISIS hafa hertekið stór svæði í Írak og SýrlandiVísir/GettyFékk hjálp frá súnítum Kadhim komst með herkjum yfir Tigris-fljót en á austurbakkanum voru byggðir súníta-múslima. „Þarna bjuggu heiðarlegir súnítar,“ segir Kadhim. Hann fékk húsaskjól og mat og var í felum í þrjá daga áður en ISIS frétti að hann væri á svæðinu. Þá fór fjölskyldan sem hann dvaldi hjá með hann á brott og með hjálp ókunnugra komst hann loks til fjölskyldu sinnar, þremur vikum eftir blóðbaðið í Tikrit. „Tveggja ára dóttir mín þekkti mig ekki og hljóp í burtu þegar ég birtist. Þá brotnaði ég niður,“ segir Kadhim. Saga Kadhims er einstök þar sem hann er sá eini sem vitað er um að komst lífs af frá Tikrit.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Óljóst endatafl í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks. 11. ágúst 2014 08:35 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Óljóst endatafl í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks. 11. ágúst 2014 08:35