Poppprinsinn Justin Bieber komst enn og aftur í kast við lögin síðastliðinn föstudag, þegar hann var tekinn fyrir ofsaakstur á fjórhjóli.
Var Bieber að keyra um í heimabæ sínum Perth County í Ontario, Kanada, þegar hann lendir í árekstri við lítinn sendiferðabíl. Reiddist söngvarinn mjög, stökk af hjólinu og réðst að ökumanni sendiferðabílsins.
Þegar lögregla kom á staðinn var poppprinsinn handtekinn, en honum var sleppt svo skömmu síðar. Á hann yfir höfði sér ákæru fyrir ofsaakstur og líkamsárás.
Þess má geta að Bieber er á tveggja ára skilorði fyrir að hafa kastað eggjum í hús nágranna síns og var hann dæmdur til þess að sitja reiðistjórnunarnámskeið. Einnig hefur hann verið handtekinn fyrir fíkniefnbrot og óspektir á almannafæri.
Talsmaður söngvarans neitar að tjá sig um málið að svo stöddu.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)