Spá þreföldun álnotkunar í bíla til 2020 Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2014 11:15 Ford F-150 pallbíllinn er nú að miklu leiti smíðaður úr áli. Einn stærsti álframleiðandi í heiminum, Novelis Inc., spáir því að notkun áls hjá bílaframleiðendum muni þrefaldast á næstu 6 árum. Núna notar bíliðnaðurinn 9% af öllu framleiddu áli, en spá Novelis gerir ráð fyrir að sú tala fari uppí 25% árið 2020. Stærsti hluti álframleiðslu heimsins í dag fer í einnota áldósir fyrir drykkjarvöru og nemur 60% álframleiðslunnar. Hún færi niður í 50% ef spá Novelis um aukna notkun í bíla stenst. Gríðarlegt magn áls fer nú í framleiðslu á söluhæsta bílnum í Bandaríkjunum, Ford F-150 pallbílnum og sú ákvörðun Ford að nota mikið ál í hann í stað stáls gæti haft keðjuverkandi áhrif til aukinnar notkunar þess. Land Rover er nú að auka mjög notkun áls í bíla sína og Audi hefur til langs tíma notað mikið ál í sína bíla. Mikil pressa er á bílaframleiðendum að minnka eyðslu og losun eiturefna í bílum sínum og ein einfaldasta aðferðin er að létta bílana með notkun áls í stað stáls. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent
Einn stærsti álframleiðandi í heiminum, Novelis Inc., spáir því að notkun áls hjá bílaframleiðendum muni þrefaldast á næstu 6 árum. Núna notar bíliðnaðurinn 9% af öllu framleiddu áli, en spá Novelis gerir ráð fyrir að sú tala fari uppí 25% árið 2020. Stærsti hluti álframleiðslu heimsins í dag fer í einnota áldósir fyrir drykkjarvöru og nemur 60% álframleiðslunnar. Hún færi niður í 50% ef spá Novelis um aukna notkun í bíla stenst. Gríðarlegt magn áls fer nú í framleiðslu á söluhæsta bílnum í Bandaríkjunum, Ford F-150 pallbílnum og sú ákvörðun Ford að nota mikið ál í hann í stað stáls gæti haft keðjuverkandi áhrif til aukinnar notkunar þess. Land Rover er nú að auka mjög notkun áls í bíla sína og Audi hefur til langs tíma notað mikið ál í sína bíla. Mikil pressa er á bílaframleiðendum að minnka eyðslu og losun eiturefna í bílum sínum og ein einfaldasta aðferðin er að létta bílana með notkun áls í stað stáls.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent