Nanna Kristín leikstýrir myndinni, skrifar handritið og framleiðir myndina.
Með aðalhlutverk fara þau Guðrún Gísladóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Jóhann Sigurðarson.
Nanna segir myndinni hafa verið afar vel tekið á hátíðinni og hún hafi nú þegar fengið fjölmörg boð um að sýna hana á kvikmyndahátíðum víða um heim.
Eftir hátíðina birtist síðan stórt viðtal við Nönnu Kristínu á kvikmyndasíðunni Indiewire þar sem hún segir frá myndinni.
„Ég er nú að velja úr hátíðum þar sem það er ekkert endilega gott að vera alls staðar, frekar að vera sjáanlegur þar sem það skiptir máli," segir hún.
„Einnig eru þrír sölu- og dreifingaraðilar búnir að bjóða mér samning og er ég að skoða það að ganga frá samningi við stórt fyrirtæki í Kanada sem myndi kaupa alheimsrétt," segir hún alsæl með viðtökurnar.

Hátíðin hefst í enda mánaðarins og hægt er að fá nánari upplýsingar um sýningartíma á heimasíðu hátíðarinnar, riff.is.