DS bílar Citroën án Citroën merkis Finnur Thorlacius skrifar 18. september 2014 13:15 Einn þeirra DS bíla sem Citroën ætlar að sýna í París. Citroën hefur framleitt DS lúxusútgáfur af bílum sínum í nokkurn tíma en ætlar að aðskilja DS bíla sína frá öðrum Citroën bílum frá og með 2015 árgerðum þeirra. Því munu DS bílarnir ekki lengur bera Citroën merkið. Franskir bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum horft á þýsku lúxusbílaframleiðendurna blómstra á meðan ódýrari bílar þeirra hafa átt undir högg að sækja. Þessi aðgerð er því nokkuð til marks um það að Citroën ætlar ekki að eftirláta þá þýsku alveg lúxusbílamarkaðinn. DS bílar Citroën verða þó áfram seldir eftir sömu leiðum og Citroën bílar og DS bílarnir munu áfram eiga margt sameiginlegt með Citroën bílum, meðal annars undirvagna þeirra. Stjórnaformaður PSA/Peugeot-Citroën, Carlos Tavares telur að DS-bílalína þeirra verði orðin verðugur keppinautur Audi bíla árið 2020 og á það líklega einnig við bíla BMW og Mercedes Benz. Engu að síður ætlar Citroën að keppa á lúxusbílamarkaðnum með öðrum meðulum en þeir þýsku, bílarnir verða hlaðnir franskri fágun, nútíma lausnum og frönskum lífsstíl. Citroën mun sýna DS bíla á bílasýningunni í París sem hefst eftir fáeinar vikur og Tavares telur að bílarnir muni vekja þar mikla athygli. Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent
Citroën hefur framleitt DS lúxusútgáfur af bílum sínum í nokkurn tíma en ætlar að aðskilja DS bíla sína frá öðrum Citroën bílum frá og með 2015 árgerðum þeirra. Því munu DS bílarnir ekki lengur bera Citroën merkið. Franskir bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum horft á þýsku lúxusbílaframleiðendurna blómstra á meðan ódýrari bílar þeirra hafa átt undir högg að sækja. Þessi aðgerð er því nokkuð til marks um það að Citroën ætlar ekki að eftirláta þá þýsku alveg lúxusbílamarkaðinn. DS bílar Citroën verða þó áfram seldir eftir sömu leiðum og Citroën bílar og DS bílarnir munu áfram eiga margt sameiginlegt með Citroën bílum, meðal annars undirvagna þeirra. Stjórnaformaður PSA/Peugeot-Citroën, Carlos Tavares telur að DS-bílalína þeirra verði orðin verðugur keppinautur Audi bíla árið 2020 og á það líklega einnig við bíla BMW og Mercedes Benz. Engu að síður ætlar Citroën að keppa á lúxusbílamarkaðnum með öðrum meðulum en þeir þýsku, bílarnir verða hlaðnir franskri fágun, nútíma lausnum og frönskum lífsstíl. Citroën mun sýna DS bíla á bílasýningunni í París sem hefst eftir fáeinar vikur og Tavares telur að bílarnir muni vekja þar mikla athygli.
Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent