Ofurútgáfa Porsche Panamera Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2014 16:37 Porsche Panamera Turbo S er með sömu 570 hestafla vél. Porsche ætlar að bjóða 100 eintök af stóra lúxusbílnum Panamera í sannkallaðri ofurútgáfu og munu bílarnir kosta um 250.000 dollara, eða um 30 milljónir króna. Þessir 100 bílar verða með öflugustu vél sem fæst hefur í Panamera, V8 og 4,8 lítra bensínvél sem orkar 570 hestöfl með sínar tvær forþjöppur. Það dugar þessum stóra bíl að komast á 100 km hraða á 3,6 sekúndum og hámarkshraðinn er 309 km/klst. Bíllinn verður 15 cm lengri en hefðbundinn Panamera sem skapar aukið rými fyrir aftursætisfarþega. Að innan verður bíllinn troðinn öllum þeim lúxus sem sést hefur í Panamera og auk þess verður leðurinnrétting hans í mörgum litatónum. Af þeim 100 bílum sem framleiddir verða eru 30 þeirra ætlaðir á Bandaríkjamarkað. Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent
Porsche ætlar að bjóða 100 eintök af stóra lúxusbílnum Panamera í sannkallaðri ofurútgáfu og munu bílarnir kosta um 250.000 dollara, eða um 30 milljónir króna. Þessir 100 bílar verða með öflugustu vél sem fæst hefur í Panamera, V8 og 4,8 lítra bensínvél sem orkar 570 hestöfl með sínar tvær forþjöppur. Það dugar þessum stóra bíl að komast á 100 km hraða á 3,6 sekúndum og hámarkshraðinn er 309 km/klst. Bíllinn verður 15 cm lengri en hefðbundinn Panamera sem skapar aukið rými fyrir aftursætisfarþega. Að innan verður bíllinn troðinn öllum þeim lúxus sem sést hefur í Panamera og auk þess verður leðurinnrétting hans í mörgum litatónum. Af þeim 100 bílum sem framleiddir verða eru 30 þeirra ætlaðir á Bandaríkjamarkað.
Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent