Gerir kommentakerfin í Firefox og Safari líka ljóðræn Tinni Sveinsson skrifar 16. september 2014 14:45 Birkir semur ljóð fyrir fólk sem lifir og hrærist á netinu. Nú eru liðnar um þrjár vikur síðan ljóðabók Birkis Blæs Guðmundssonar, Vísur, fór í loftið hér á Vísi. Bókin virkar þannig að lesendur sækja vafraviðbót og birtist bókin þá í stað kommentakerfisins á Lífinu á Vísi. Bókin telur um tuttugu ljóð og þegar þau hafa öll birst hverfur bókin og hefðbundið kommentakerfi birtist á ný. Fyrst um sinn var bókin aðgengileg í Google Chrome-vafra en nú hafa viðbótætur við Mozilla Firefox og Safari-vafra einnig bæst við. Strax í útgáfuviku Vísna sóttu nokkur hundruð manns bókina, sem er gefin út í samstarfi við ljóðaútgáfuna Meðgönguljóð. Bókinni hefur verið afar vel tekið. Í gagnrýni á menningarvefnum Starafugl segir meðal annars: „En er eitthvað varið í verkið? Því er fljótsvarað: Já, það er margt spunnið í þetta verk. Fyrir það fyrsta er hugmyndin góðra gjalda verð; að setja texta sem ætti allajafna ekki að renna yfir á hundavaði í viðlíka hraðsuðuketil og www.visir.is er sem og að ganga enn lengra með hugmyndina um ljóð fyrir alla eða að ljóð eigi að vera öllum aðgengileg, líka þeim sem ef til vill eru vanalega ekki áhugasamir um ljóðalestur. Verkið, innihaldslega og formlega séð, rímar líka ágætlega við miðilinn þar sem það birtist og er vel þess virði að glugga í. En þá er bara að gefa sér tíma í það. Og mikilvægasta spurningin í því samhengi er hvort fólk, eða lesendur síðunnar, séu reiðubúnir til þess atarna.“ Ljóðabók af þessu tagi er líklega hin fyrsta sinnar tegundar í heiminum en Birkir er búinn að ganga með þessa hugmynd í kollinum í einhvern tíma. „Á Íslandi koma út fjölmargar ljóðabækur á hverju ári, en ég er ekki viss um að margir gefi sér tíma til að lesa þau,“ segir Birkir. „Kannski er það vegna þess að enginn hefur áhuga á ljóðum lengur. En kannski er það vegna þess að enginn nennir að gera sér ferð út í bókabúð. Fólk lifir og hrærist inni á internetinu og þetta er tilraun til að sjanghæja ljóðum inn í þann veruleika.“ Við hvetjum fólk til að taka þátt í þessarri skemmtilegu tilraun. Hægt er að ná í ljóðabókina með því að fylgja hlekkjunum hér fyrir neðan.Viðbót fyrir Mozilla Firefox vafra.Viðbót fyrir Safari vafra.Viðbót fyrir Google Chrome vafra. Menning Tengdar fréttir Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38 Fögnuðu Vísum og brotthvarfi kommentakerfisins Birkir Blær Ingólfsson bauð til veislu þar sem fagnað var útgáfu rafrænu ljóðabókarinnar Vísur, sem kom út hér á Vísi í gærdag. 26. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Nú eru liðnar um þrjár vikur síðan ljóðabók Birkis Blæs Guðmundssonar, Vísur, fór í loftið hér á Vísi. Bókin virkar þannig að lesendur sækja vafraviðbót og birtist bókin þá í stað kommentakerfisins á Lífinu á Vísi. Bókin telur um tuttugu ljóð og þegar þau hafa öll birst hverfur bókin og hefðbundið kommentakerfi birtist á ný. Fyrst um sinn var bókin aðgengileg í Google Chrome-vafra en nú hafa viðbótætur við Mozilla Firefox og Safari-vafra einnig bæst við. Strax í útgáfuviku Vísna sóttu nokkur hundruð manns bókina, sem er gefin út í samstarfi við ljóðaútgáfuna Meðgönguljóð. Bókinni hefur verið afar vel tekið. Í gagnrýni á menningarvefnum Starafugl segir meðal annars: „En er eitthvað varið í verkið? Því er fljótsvarað: Já, það er margt spunnið í þetta verk. Fyrir það fyrsta er hugmyndin góðra gjalda verð; að setja texta sem ætti allajafna ekki að renna yfir á hundavaði í viðlíka hraðsuðuketil og www.visir.is er sem og að ganga enn lengra með hugmyndina um ljóð fyrir alla eða að ljóð eigi að vera öllum aðgengileg, líka þeim sem ef til vill eru vanalega ekki áhugasamir um ljóðalestur. Verkið, innihaldslega og formlega séð, rímar líka ágætlega við miðilinn þar sem það birtist og er vel þess virði að glugga í. En þá er bara að gefa sér tíma í það. Og mikilvægasta spurningin í því samhengi er hvort fólk, eða lesendur síðunnar, séu reiðubúnir til þess atarna.“ Ljóðabók af þessu tagi er líklega hin fyrsta sinnar tegundar í heiminum en Birkir er búinn að ganga með þessa hugmynd í kollinum í einhvern tíma. „Á Íslandi koma út fjölmargar ljóðabækur á hverju ári, en ég er ekki viss um að margir gefi sér tíma til að lesa þau,“ segir Birkir. „Kannski er það vegna þess að enginn hefur áhuga á ljóðum lengur. En kannski er það vegna þess að enginn nennir að gera sér ferð út í bókabúð. Fólk lifir og hrærist inni á internetinu og þetta er tilraun til að sjanghæja ljóðum inn í þann veruleika.“ Við hvetjum fólk til að taka þátt í þessarri skemmtilegu tilraun. Hægt er að ná í ljóðabókina með því að fylgja hlekkjunum hér fyrir neðan.Viðbót fyrir Mozilla Firefox vafra.Viðbót fyrir Safari vafra.Viðbót fyrir Google Chrome vafra.
Menning Tengdar fréttir Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38 Fögnuðu Vísum og brotthvarfi kommentakerfisins Birkir Blær Ingólfsson bauð til veislu þar sem fagnað var útgáfu rafrænu ljóðabókarinnar Vísur, sem kom út hér á Vísi í gærdag. 26. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38
Fögnuðu Vísum og brotthvarfi kommentakerfisins Birkir Blær Ingólfsson bauð til veislu þar sem fagnað var útgáfu rafrænu ljóðabókarinnar Vísur, sem kom út hér á Vísi í gærdag. 26. ágúst 2014 18:30