Neytendasamtökin mótmæla matvælaskatti harðlega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2014 11:29 Neytendasamtökin segjast gefa lítið fyrir þau rök stjórnvalda að verið sé að einfalda skattakerfið með hækkun virðisaukaskatts á matvæli úr 7% í 12%. Ekki sé hægt að fallast á þau rök enda verði áfram tvö skattþrep þó svo annað hækki um 5% en hitt lækki um 1,5 prósentustig, þ.e. efra þrepið úr 25,5% í 24%. Í tilkynningu frá samtökunum er vísað til þess að tekjulægstu heimilin verji 17,6% ráðstöfunartekna sinna í matar- og drykkjarvörur, á móti 10,7% hjá tekjuhæstu heimilunum. Neytendasamtökin mótmæla þessum áformum harðlega enda ljóst að þetta kemur verst niður á tekjulægri heimili. „Minnt er á að það voru einmitt sömu flokkar í ríkisstjórn þegar ákveðið var að lækka virðisaukaskatt á matvörur úr 14% í 7%. Neytendasamtökin studdu eindregið þá aðgerð og hljóta því að spyrja hvað hafi breyst síðan þá.“ Neytendasamtökin benda þó á að þau styðji hugmyndir um að leggja vörugjald niður enda sé það til þess fallið að einfalda skattakerfið. Vörugjaldskerfið sé mjög flókið. „Auk þess er það oftar en ekki lagt á vörur sem eru nauðsynlegar heimilunum. Einnig er minnt á að þessar sömu vörur eru í hærra virðisaukaskattsþrepinu og því eru opinberar álögur á þessar vörur mjög miklar. Niðurfelling vörugjalda og lækkun hærra virðisaukaskattsþrepsins vegur þó að mati Neytendasamtakanna ekki upp á móti mikilli hækkun virðisaukaskatts á matvæli.“ Neytendasamtökin gera ráð fyrir að hækkun á matarskatti komi fram í verðlagi um leið og hún taki gildi og hafi þar með umtalsverð áhrif á verðtryggingu húsnæðislána. Samtökin hafa áhyggjur af því að lækkanir í efra þrepi virðisaukaskatts og niðurfelling vörugjalda muni ekki skila sér til neytenda í sama mæli. Dæmin sýni að slíkar lækkanir skili sér í mörgum tilvikum illa til neytenda, nema því aðeins að stjórnvöld komi á fót sérstöku eftirliti sem fylgi því eftir. „Gera Neytendasamtökin því þá kröfu, verði þessar tillögur að veruleika, að því verði sérstaklega fylgt eftir, að umræddar lækkanir skili sér til neytenda.“ Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Neytendasamtökin segjast gefa lítið fyrir þau rök stjórnvalda að verið sé að einfalda skattakerfið með hækkun virðisaukaskatts á matvæli úr 7% í 12%. Ekki sé hægt að fallast á þau rök enda verði áfram tvö skattþrep þó svo annað hækki um 5% en hitt lækki um 1,5 prósentustig, þ.e. efra þrepið úr 25,5% í 24%. Í tilkynningu frá samtökunum er vísað til þess að tekjulægstu heimilin verji 17,6% ráðstöfunartekna sinna í matar- og drykkjarvörur, á móti 10,7% hjá tekjuhæstu heimilunum. Neytendasamtökin mótmæla þessum áformum harðlega enda ljóst að þetta kemur verst niður á tekjulægri heimili. „Minnt er á að það voru einmitt sömu flokkar í ríkisstjórn þegar ákveðið var að lækka virðisaukaskatt á matvörur úr 14% í 7%. Neytendasamtökin studdu eindregið þá aðgerð og hljóta því að spyrja hvað hafi breyst síðan þá.“ Neytendasamtökin benda þó á að þau styðji hugmyndir um að leggja vörugjald niður enda sé það til þess fallið að einfalda skattakerfið. Vörugjaldskerfið sé mjög flókið. „Auk þess er það oftar en ekki lagt á vörur sem eru nauðsynlegar heimilunum. Einnig er minnt á að þessar sömu vörur eru í hærra virðisaukaskattsþrepinu og því eru opinberar álögur á þessar vörur mjög miklar. Niðurfelling vörugjalda og lækkun hærra virðisaukaskattsþrepsins vegur þó að mati Neytendasamtakanna ekki upp á móti mikilli hækkun virðisaukaskatts á matvæli.“ Neytendasamtökin gera ráð fyrir að hækkun á matarskatti komi fram í verðlagi um leið og hún taki gildi og hafi þar með umtalsverð áhrif á verðtryggingu húsnæðislána. Samtökin hafa áhyggjur af því að lækkanir í efra þrepi virðisaukaskatts og niðurfelling vörugjalda muni ekki skila sér til neytenda í sama mæli. Dæmin sýni að slíkar lækkanir skili sér í mörgum tilvikum illa til neytenda, nema því aðeins að stjórnvöld komi á fót sérstöku eftirliti sem fylgi því eftir. „Gera Neytendasamtökin því þá kröfu, verði þessar tillögur að veruleika, að því verði sérstaklega fylgt eftir, að umræddar lækkanir skili sér til neytenda.“
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira